Þátttökumet verður slegið í Öðlingamótinu sem hefst í kvöld kl. 19.30. Jafnframt stefnir í að mótið verði eitt það sterkasta frá upphafi.
Enn er nægur tími til að ganga frá skráningu en nú þegar hefur 31 keppandi skráð sig til leiks:
| Þorsteinn Þorsteinsson | 2278 |
| Gunnar Gunnarsson | 2231 |
| Bragi Halldórsson | 2230 |
| Björn Þorsteinsson | 2226 |
| Bjarni Hjartarson | 2162 |
| Jóhann H.Ragnarsson | 2124 |
| Magnús Gunnarsson | 2124 |
| Jóhann Ö.Sigurjónsson | 2055 |
| Eiríkur K.Björnsson | 2025 |
| Sigurður H.Jónsson | 1886 |
| Páll Sigurðsson | 1885 |
| Kári Sólmundarson | 1855 |
| Eggert Ísólfsson | 1845 |
| Sigurlaug R.Friðþjófsdóttir | 1810 |
| Pálmar Breiðfjörð | 1771 |
| Ingimundur Sigurmundsson | 1760 |
| Páll G. Jónsson | 1710 |
| Einar S.Guðmundsson | 1700 |
| Jón Úlfljótsson | 1695 |
| Magnús Matthíasson | 1690 |
| Aðalsteinn Thorarensen | 1585 |
| Þorleifur Einarsson | 1525 |
| Loftur H.Jónsson | 1510 |
| Haukur Halldórsson | 1500 |
| Magnús Kristinsson | 1415 |
| Ulrich Schmithauser | 1375 |
| Björgvin Kristbergsson | 1165 |
| Pétur Jóhannesson | 1025 |
| Halldór Víkingsson | |
| Sveinbjörn G.Guðmundsson | |
| Jón Steinn Elíasson |
Skákmót öðlinga 40.ára og eldri hefst miðvikudaginn 17. mars kl. 19.30 í félagsheimili T.R. að Faxafeni 12. Tefldar verða 7 umferðir eftir svissneska-kerfinu og er umhugsunartíminn 90 mínútur á alla skákina + 30 sekúndna viðbótartími á hvern leik.
Núverandi öðlingameistari er Björn Þorsteinsson.
Dagskrá:
- 1. umferð miðvikudag 17. mars kl. 19.30
- 2. umferð miðvikudag 24. mars kl. 19.30
- 3. umferð miðvikudag 14. apríl kl. 19.30
- 4. umferð miðvikudag 21. apríl kl. 19.30
- 5. umferð miðvikudag 28. apríl kl. 19.30
- 6. umferð miðvikudag 5. maí kl. 19.30
- 7. umferð miðvikudag 12. maí kl. 19.30
Mótinu lýkur miðvikudaginn 19. maí kl. 19:30 með hraðskákmóti og verðlaunaafhendingu. Keppt er um veglegan farandbikar,en auk hans eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, bæði í aðalmótinu og hraðskákmótinu.
Þátttökugjald er kr. 3.500 fyrir aðalmótið og kr 500 fyrir hraðskákmótið. Innifalið er frítt kaffi allt mótið ásamt rjómavöfflum og öðru góðgæti á lokakvöldi.
Skráning og upplýsingar veitir Ólafur S. Ásgrímsson í síma 895-5860. Netfang [email protected]
Taflfélag Reykjavíkur Elsta og virkasta skákfélag landsins