Skákklukkan tekin fyrir á laugardagsæfingu



Skákklukkur eða ekki skákklukkur? Á síðustu skákæfingunni gátu krakkarnir valið um hvort þau vildu tefla með eða án skákklukku. Þau sem völdu skákklukkuna fengu 15 mín. umhugsunartíma og meiningin var að allir ættu að “nota” tímann vel, þ.e. vera um það bil hálftíma með eina skák. En það er hægara sagt en gert. Kappið var það mikið að flestir voru búnir með skákirnar langt áður en tíminn var búinn!

 

Nokkrir af yngstu krökkunum völdu að tefla án skákklukkna og þau tóku sér tíma og tefldu skákirnar í botn á sínum hraða án þess að þurfa að fylgjast með sekúndunum þjóta hjá. Hvort tveggja er góð reynsla. Það er gott að geta teflt hægt til að hafa tíma til að “komast inn í stöðuna”, reikna út leiki og reyna að sjá fyrir hótanir andstæðingsins og ekki síst til að sjá eigin möguleika í stöðunni! En hins vegar er líka gott að geta teflt hratt, þ.e. getað hugsað skýrt og tekið ákvarðanir um næsta leik á meðan klukkan tifar.

 

Það var skemmtilegt að sjá yngstu krakkana sökkva sér ofan í skákirnar og gleyma stað og stund. Einnig var skemmtilegt að sjá framfarir hjá eldri krökkunum í sambandi við taflmennsku í tímahraki. Hjá sumum komu stáltaugar í tímahraki í ljós! 

 

Skákklukkan tilheyrir þegar um skákkeppni er að ræða, hvort sem eru um stuttar eða langar skákir að ræða. Skólaskákmótin hér á landi hafa flest ca. 15 til 20 mín. umhugsunartíma og því er gagnlegt að tefla af og til með þessum umhugsunartíma og æfa sig í að “sitja á höndunum á sér” svo maður leiki ekki of hratt og NOTI tímann vel eða kannski frekar NJÓTI tímans vel!

 

Öll 22 börnin sem mættu á þessa æfingu fengu 1 mætingarstig: Gunnar Helgason, Gauti Páll Jónsson, Hörður Sindri Guðmundsson, Ólafur Örn Olafsson, Páll Ísak Ægisson, Þorsteinn Freygarðsson, Sigurður Alex Pétursson, Samúel Kristinn Magnússon, Ísak Indriði Unnarsson, Úlfur Elíasson, Vignir Vatnar Stefánsson, Halldóra Freygarðsdóttir, Sólrún Elín Freygarðsdóttir, Mías Ólafarson, Erik Daníel Jóhannesson, Madison Jóhannesdóttir, Finnbogi Tryggvason, Smári Arnarson, Kristján Nói Benjamínsson, Muhammad Zaman, Ayub Zaman, Jakob Alexander Petersen.

 

 

 

Eins og áður hefur verið sagt frá, fá krakkarnir stig fyrir ástundun og árangur á laugardagsæfingunum. Stigin standa núna eftir 15 laugardagsæfingar (talið frá áramótum):

1. Gauti Páll Jónsson 29 stig

2. Þorsteinn Freygarðsson 24 stig

3. Mías Ólafarson 23 stig

4. Jakob Alexander Petersen 21 stig

5. Einar Björgvin Sighvatsson 16 stig

6.-7. Hörður Sindri Guðmundsson, Sólrún Elín Freygarðsdóttir 15 stig

8. Erik Daníel Jóhannesson, 14 stig

9. Halldóra Freygarðsdóttir 13 stig

10.-13 Gunnar Helgason, Ólafur Örn Olafsson, Páll Ísak Ægisson, Smári Arnarson 12 stig

14. Sigurður Alex Pétursson 11 stig

15.-16. Vignir Vatnar Stefánsson, Kristján Nói Benjamínsson 10 stig

17. Samar-e-Zahida 9 stig

18.-20. Figgi Truong, María Zahida, Atli Freyr Gylfason 8 stig

21.-26. Tjörvi Týr Gíslason, Kristófer Þór Pétursson, Kristján Gabríel Þórhallsson, Ísak Indriði Unnarsson, Muhammad Zaman, Ayub Zaman 7 stig

27.-29. Jóhann Markús Chun, Kveldúlfur Kjartansson,  Elvar P. Kjartansson 6 stig

30.-31.  Mariam Dalía Ómarsdóttir, Madison Jóhannesdóttir 5 stig

32.- 36. Elmar Oliver Finnsson, Veronika Steinunn Magnúsdóttir, Ragnheiður Ósk Ingvarsdóttir, María Ösp Ómarsdóttir, Christian Már Einarsson, 4 stig

37.-40. Tinna Chloe Kjartansdóttir, Svavar Egilsson, Axel Pálsson, Finnbogi Tryggvason 3 stig
41.-49. Guðmundur Óli Ólafarson, Máni Elvar Traustason, Atli Finnsson, Bragi Þór Eggertsson, Hróðný Rún Hölludóttir, Haukur Arnórsson, Gylfi Már Harðarson, Sólon Nói Sindrason, Sæmundur Guðmundsson  2 stig
50.-69. Ásdís Ægisdóttir, Dagný Dögg Helgadóttir, Edda Hulda Ólafardóttir, Frosti, Jón Bjartur Þorsteinsson, Jón Eðvarð Viðarsson, Kristján Arnfinnsson, Marinó Ívarsson, Sveinn Orri Helgason, Egill Orri Árnason, Þorgrímur Erik Þ. Rodriguez, Bjarki Harðarson, Elías Magnússson, Pétur Sæmundsson, Halldór Ísak Ólafsson, Styrmir Ólafsson, Tryggvi Gautur Eyjólfsson, Samúel Kristinn Magnússon, Úlfur Elíasson

1 stig

 

 

 

 

Umsjónarmaður var Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir

 

Verið velkomin næsta laugardag kl. 14-16. Húsið opnar kl. 13.45.