Skákdagurinn 26. janúar – Friðrik Ólafsson fagnar stórafmæli



Skákdagurinn verður haldinn hátíðlegur 26. janúar næstkomandi. Daginn ber ávallt upp á afmælisdag okkar ástkæra stórmeistara Friðriks Ólafssonar en hann fagnar 85 ára afmæli sínu þennan dag. Í tilefni tímamótanna mun brjóstmynd af Friðriki verða afhjúpuð í upphafi 7. umferðar Skákþings Reykjavíkur nk. sunnudag kl. 13.00. Brjóstmyndin er gjöf frá Skáksögufélaginu með styrki frá Alþingi. Gera má ráð fyrir stuttum ræðuhöldum og af þeim sökum hefst 7. umferð Skákþingsins 15-20 mín. síðar en venjulega. Taflfélagið hvetur skákmenn að mæta í Faxafen 12 og heiðra Friðrik á þessum tímamótum. Taflfélagið býður gestum að þiggja léttar veitingar og afmæliskaka verður bökuð.

Stjórn T.R.