Skákæfingar TR fóru í sumarfrí með pompi og prakt!



Síðasta skákæfing barna fyrir sumarfrí í TR var í dag, laugardaginn 14. maí, og af því tilefni var slegið upp í skák og skemmtun. Mætingin var afskaplega góð, sérstaklega á svona góðviðrisdegi þar sem bókstaflega allt er í gangi.

Byrjendaflokkur og framhaldsflokkur höfðu sameiginlega æfingu og var skipt í tvö lið og leiddi hvor þjálfaranna eitt lið. Fóru leikar þannig að lið Gauta vann sannfærandi sigur, hlaut 11 vinninga á móti 5. Sigurinn kom í síðari umferðinni, því staðan var jöfn eftir fyrri hlutann, 4-4.

Eftir þessa skemmtilegu keppni voru veittar viðurkenningar fyrir bestu mætingu í byrjendaflokk. Þar hlutu medalíur eftirfarandi:

Gull: William Minh Tue Pham 13 mætingar af 14

Silfur: Haukur Leó Styrmisson 11 mætingar

Bronz: Þór Jökull Guðbrandsson 10

Rúnar Gylfi Eggertsson fékk einnig bronz medalíu, en hann komst ekki í dag og fékk verðlaunapeninginn því afhentan í síðustu viku.

Að lokum söfnuðust allir saman í hátíðahressingu.

Þjálfararnir Gauti og Torfi þakka fyrir sig og við sjáumst hress í haust. Munið að vera dugleg að tefla í sumar!

 

aefing_vor22_3aefing_vor22_1aefing_vor22_2