Sigurganga Sigurðar á Þriðjudagsmótum!Sigurður Freyr Jónatansson hafði orð á því síðasta þriðjudag að það væri annað sinn sem hann endaði efstur á þriðjudagsmóti. Fyrst var það 1987. Þriðja skiptið varð svo viku eftir sigur númer tvö! Hlaut hann 3.5 vinning af fjórum á mótinu þann 11. maí. Arnljótur Sigurðsson, Kristján Dagur Jónsson stigahástökkvari mótsins, og Torfi Leósson fengu þrjá vinninga. Gauti Páll og Hörður fengu 2.5 vinning. Tveir nýliðar úr mekka skáklistarinnar á Íslandi, MH, létu sjá sig, þeir Ísleifur Árnason og Friðrik Helgi Guðmundsson. Auk þess mætti barnabarn Guðmundar Ágústssonar, Guðmundur Edgarsson, til leiks. Gaman að því! Þeir ættu að birtast á næsta stigalista ef þeir mæta oftar!

sigurdurfreyr

Stöðu mótsins og úrslit má nálgast á chess-results.