Sigur og tap TR-inga í 6. umferð Politiken



Daði Ómarsson (2091) sigraði Danann, Palle Nielsen (1877), í sjöttu umferð Politiken Cup sem fram fór í dag.  Daði hefur 3 vinninga og er í 129.-191. sæti en hann tapaði tveimur skákum án þess að tefla.

Atli Antonsson (1720) tapaði fyrir Þjóðverjanum,  Bergit Brendel (2046), og er með 1,5 vinning í 269.-288. sæti.

Alþjóðlegi meistarinn, Bragi Þorfinnsson (2377), Bjarni Jens Kristinsson (1985) og Ólafur Gísli Jónsson (1899) töpuðu allir í dag.  Bragi er efstur Íslendinganna með 4 vinninga en Daði kemur næstur með 3.  Sænski stórmeistarinn, Jonny Hector (2556), er einn efstur með fullt hús vinninga.  Sex skákmenn koma næstir með 5,5 vinning.

Í sjöundu umferð sem fer fram á morgun kl. 11 mætir Daði Dananum,  Preben Nielsen (1929), en Atli mætir Dananum,  Lene Kuntz (1435).