Alþjóðlegi meistarinn Sævar Jóhann Bjarnason er látinn, 69 ára að aldri. Sævar var einn virkasti skákmaður þjóðarinnar og lengi vel í fremstu röð íslenskra skákmanna. Búið er að minnast Sævars á skák.is og hans verður einnig minnst í Tímaritinu Skák sem kemur út í haust.
Grein Ingvars Þórs Jóhannessonar af skak.is
Sævar tefldi með ýmsum félögum á löngum ferli en var lengst af í Taflfélagi Reykjavíkur og var skráður í félagið þegar hann lést. Sævar hefur unnið marga titla úr mótum úr starfi TR í gegnum tíðina. Þau eru meðal annars:
Skákþing Reykjavíkur: Skákmeistari Reykjavíkur
1982, 1984, 1989 og 1994.
Haustmót TR: Skákmeistari TR
1978, 1984 og 2020
Sigurvegari boðsmóts TR
1973, 1974, 1975 og 1977
Skákmeistari öðlinga
2014
Hér á eftir fylgja nokkrar myndir af Sævari úr myndasafni TR og Skáksambandsins.
Taflfélag Reykjavíkur vottar aðstandendum samúð sína um leið og félagið þakkar Sævari fyrir sitt framlag til íslenskrar skákar.

Sævar skákmeistari öðlinga 2014

Sævar teflir við frænda sinn Hauk Angantýsson 2012

1977

1977

Teflt á Grensásveginum á 9. áratugnum

Fylgst með landsliðsflokki á 10. áratugnum

Frá hinum frægu útiskákmótum á Lækjartorgi

Sævar beitti oft frönsku vörninni

Frá verðlaunaafhendingu á skákmóti 1985