Alþjóðlegi meistarinn Sævar Jóhann Bjarnason er látinn, 69 ára að aldri. Sævar var einn virkasti skákmaður þjóðarinnar og lengi vel í fremstu röð íslenskra skákmanna. Búið er að minnast Sævars á skák.is og hans verður einnig minnst í Tímaritinu Skák sem kemur út í haust.
Grein Ingvars Þórs Jóhannessonar af skak.is
Sævar tefldi með ýmsum félögum á löngum ferli en var lengst af í Taflfélagi Reykjavíkur og var skráður í félagið þegar hann lést. Sævar hefur unnið marga titla úr mótum úr starfi TR í gegnum tíðina. Þau eru meðal annars:
Skákþing Reykjavíkur: Skákmeistari Reykjavíkur
1982, 1984, 1989 og 1994.
Haustmót TR: Skákmeistari TR
1978, 1984 og 2020
Sigurvegari boðsmóts TR
1973, 1974, 1975 og 1977
Skákmeistari öðlinga
2014
Hér á eftir fylgja nokkrar myndir af Sævari úr myndasafni TR og Skáksambandsins.
Taflfélag Reykjavíkur vottar aðstandendum samúð sína um leið og félagið þakkar Sævari fyrir sitt framlag til íslenskrar skákar.