Þröstur Þórhallsson og Guðmundur Kjartansson gerðu innbyrðis jafntefli í 8. umferð Politiken skákmótsins, sem nú fer fram á Amlóðaslóðum í Danaveldi. Aron Ingi Óskarsson sigraði í sinni skák, en Sverrir Norðfjörð tapaði.
Þröstur og Guðmundur hafa 5.5. vinninga, Aron Ingi 3.5 og Sverrir 3.
Nánar verður sagt frá úrslitum dagsins og frammistöðu einstakra skákmanna, sem ekki eru þeirrar gæfu njótandi að vera í T.R., á www.skak.is