Lokamót Taflfélags Reykjavíkur á yfirstandandi starfsári fór fram í gærkvöldi þegar Róbert Lagerman sigraði í Hraðskákmóti öðlinga en mótið var það sextánda í röðinni hjá félaginu. Róbert hlaut 6 vinninga í sjö umferðum en jafnir í 2.-3. sæti með 5,5 vinning urðu Gunnar Freyr Rúnarsson og, nokkuð óvænt, Jon Olav Fivelstad. Jóhann H. Ragnarsson, Þorvarður F. Ólafsson og Einar Valdimarsson hlutu 5 vinninga. Alls voru þátttakendur 25 talsins og var skákstjórn í höndum hins margreynda Ólafs S. Ásgrímssonar. Jafnframt fór fram verðlaunaafhending fyrir Öðlingamótið sem lauk fyrir viku en þar sigraði Þorvarður eins og fyrr hefur verið greint frá.
Lokastaðan
1 Róbert Lagerman, 6
2-3 Gunnar Freyr Rúnarsson, 5.5
Jon Olav Fivelstad, 5.5
4-6 Jóhann H. Ragnarsson, 5
Þorvarður Fannar Ólafsson, 5
Einar Valdimarsson, 5
7-8 Sigurður Daði Sigfússon, 4.5
Ríkharður Sveinsson, 4.5
9-12 Eiríkur K. Björnsson, 4
Þór Már Valtýsson, 4
Friðgeir Hólm, 4
Vigfús Ó. Vigfússon, 4
13-14 Gunnar M. Nikulásson, 3.5
John Ontiveros, 3.5
15-20 Sigurlaug R.Friðþjófsdóttir, 3
Halldór Pálsson, 3
Erlingur Jensson, 3
Sigurður Freyr Jónatansson, 3
Ragnar Árnason, 3
Árni Thoroddsen, 3
21-23 Hörður Jónasson, 2
Eggert Ísólfsson, 2
Helgi Hauksson, 2
24-25 PéturJóhannesson, 1.5
Björgvin Kristbergsson, 1.5