Rimaskóli sigraði á Jólamóti grunnskóla (yngri flokki)



A-sveit Rimaskóla sigraði örugglega á Jólamóti grunnskóla í Reykjavík, yngri flokki, en það fór fram sl sunnudag, 9. desember. Sveitin fékk fullt hús vinninga, 24 vinninga af 24 mögulegum. B-sveit skólans lenti í öðru sæti og a-sveit Laugalækjarskóla í því þriðja.

Mótið er samstarfsverkefni Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur og Taflfélags Reykjavíkur og hefur verið haldið í vel á þriðja áratug. Þátttaka var frekar dræm, en aðeins sendu tveir skólar sveitir á mótið, en þeir hinir sömu hafa verið fremstir í flokki grunnskóla í Reykjavík á síðustu árum.

Úrslit urðu eftirfarandi:

1. Rimaskóli a-sveit:                     24 vinninga af 24 mögulegum.
2. Rimaskóli b-sveit:                    18.5 / 24
3. Laugalækjarskóli a-sveit:       15,5/24
4. Laugalækjarskóli b-sveit        10/24
5. Rimaskóli stúlkur a-sveit        8/24
6. Rimaskóli c-sveit                      7/24
7. Rimaskóli stúlkur b-sveit        1/24

Keppendur höfðu 10 mínútur á skák.

Mótsstjóri var, að venju, Soffía Pálsdóttir frá ÍTR, en skákstjórn var í höndum Ólafs H. Ólafssonar, sem hefur verið skákstjóri frá upphafi, og Óttars Felix Haukssonar frá T.R.