Rimaskóli öflugur á Jólaskákmóti grunnskólasveita Reykjavíkur



Þann 14.desember fór fram Jólaskákmót Grunnskólasveita Reykjavíkur sem er samstarsfsverkefni Reykjavíkurborgar og Taflfélags Reykjavíkur og markaði einnig lok barnastarfs félagsins fram að áramótum. Þátttökufjöldi sveita hefur verið að taka við sér síðustu ár og hægt að sjá breiddina í skákstarfi í skólum Reykjavíkur og hvernig hún dreifist milli aldursflokka. Eins og venjulega var telft í þremur aldursflokkum, sex umferða mót en að þessu sinni voru veitt verðlaun fyrir efstu b-sveit í hverjum flokki. Eins og síðustu ár reyndist Rimaskóli með öflugar sveitir í öllum flokkum.

1-3 bekkur

Um morguninn var teflt í yngsta flokknum 1-3 bekk og voru 11 sveitir skráðar til leiks. Rimaskóli A-sveit tók fljótt forystu í mótinu. Eftir að hafa leitt mótið fór viðureign þeirra við Vesturbæjarskóla 2-2 sem tryggði þeim sigurinn í mótinu og enduðu með 19 vinninga, þremur vinningum á undan næstu sveit. Vesturbæjarskóli endaði í öðru sæti með 16 vinninga. Í þriðja sæti með 15 vinninga var Landakotsskóli A-sveit. Rétt á eftir kom b-sveit Rimskóla með 13 vinninga sem var efst b-sveita.

Sigursveit Rimaskóla: Patrekur, Mikael Mar, Kristfor Jokull, Sævar Svan. Liðssjóri Helgi

Sigursveit Rimaskóla: Patrekur, Mikael Már, Kristófer Jökull, Sævar Svan. Liðsstjóri Helgi Tómas

Silursveit Vesturbæjarskóla: Jón Fenrir, Tauras, Dalmar Bragi, Marís. Liðsstjóri Ewelina

Silfursveit Vesturbæjarskóla: Jón Fenrir, Tauras, Dalmar Bragi, Marís. Liðsstjóri Ewelina

Bronsveit Landakotsskóla

Bronsveit Landakotsskóla

Efsta b-sveitin Rimakskóli:

Efsta b-sveitin Rimaskóli:

🥇Rimaskóli A-sveit 19

🥈Vesturbæjarskóli A-sveit 16

🥉Landakotsskóli A-sveit 15

Efsta b-sveit: Rimaskóli B-sveit 13

4-7 bekkur

Eftir hádegi byrjaði miðstigið sem er flokkurinn 4-7 bekkur. Þar voru mættar til leiks 17 sveitir. Rimaskóli A-sveit var þar í algjörum sérflokki og fékk 22 vinninga af 24. Á eftir þeim kom Ártúnsskóli með 17½ vinning og þriðja sætið fékk Langholtsskóli með 15 vinninga.  Efsta b-sveitin fór einnig í hlut Rimaskóla b-sveit sem endaði með 14 vinniga, aðeins einum minna en brons-sveit Langholtsskóla.

Sigursveit Rimaskóla: Liðsstjóri Helgi Tómas, Anh hai, Ómar Jón, Tristan Fannar, Þóra Kristín, Alexander Kári

Sigursveit Rimaskóla: Liðsstjóri Helgi Tómas, Anh hai, Ómar Jón, Tristan Fannar, Þóra Kristín, Alexander Kári

Silfursveit Ártúnsskóla: Liðsstjóri Tóma Holton, Garðar, Eiður, Róbert Blær, Jósteinn Grétar

Silfursveit Ártúnsskóla: Liðsstjóri Eggert, Garðar, Eiður, Róbert Blær, Jósteinn Grétar

Bronssveit Langholtsskóla: Jakob Steinn, Gunnar Þór, Vilhelm Þór, Rökkvi

Bronssveit Langholtsskóla: Liðsstjóri Gauti Páll, Jakob Steinn, Gunnar Þór, Vilhelm Þór, Rökkvi

 

🥇Rimaskóli A-sveit 22

🥈Ártúnsskóli A-sveit 17½

🥉Langholtsskóli 15

Efsta b-sveit: Rimaskóli B-sveit 14

8-10 bekkur

Seinasta mót dagsins var elsti flokkurinn 8-10 bekkur. Í þeim flokki voru mættar 9 sveitir til leiks. Réttarholtsskóli og Rimaskóli voru þar í sérflokki. Í fjórðu umferð mættust þessar sveitir og fór 3-1 í þeirri viðureigninni Réttarholtsskóla í vil. Réttarholtskóli a-sveit endaði með 19½ á meðan Rimaskóla var með  18. Í þriðja sæti var Fellaskóli með 14. Efsta b-sveitin var Réttarholtsskóli b-sveit með 12 vinninga.

Sigursveit Réttarholtsskóla: Ýmir Nói, Emi Kári, Gunnar Aðalsteinn, Davíð

Sigursveit Réttarholtsskóla: Ýmir Nói, Emi Kári, Gunnar Aðalsteinn, Davíð

Silfursveit Rimaskóla: Emilía Embla, Sigrún Tara, Emilía Sigurðardóttir, Tara Líf

Silfursveit Rimaskóla: Emilía Embla, Sigrún Tara, Emilía Sigurðardóttir, Tara Líf

Bronsveit Fellaskóla: Liðsstjóri Tómas, Pawel, Oliver Kalikst, Steven Michael, Noel Aron

Bronsveit Fellaskóla: Liðsstjóri Tómas, Pawel, Oliver Kalikst, Steven Michael, Noel Aron

Efsta B-sveitin: Kevin, Emilía, Pétur Leó, Askur

Efsta B-sveitin Réttarholtsskóli: Kevin, Emilía, Pétur Leó, Askur, Eyvindur Atli

🥇Réttarholtsskóli A-sveit 19½

🥈Rimskoli A-sveit 18

🥉Fellaskóli 14

Efsta b-sveit: Réttarholtsskóli B-sveit: 14

 



About Daði Ómarsson

Skák kennari og dómari hjá Taflfélagi Reykjavíkur.