Fimmta mótið í Friðrikssyrpunni, bikarsyrpu TR lauk um helgina. Jafnframt lauk syrpunni í vetur og heildarmeistari var krýndur. Pétur Ernir Úlfarsson vann þessu fimmtu syrpu með fullu húsi og með því tryggði hann sér líka sigur í heildarkeppninni.

Pétur var í miklu stuði eins og áður sagði með 7 vinninga af 7 en næstur honum á stigum og jöfn komu Dagur Kári Steinsson og Emilía Embla B. Berglindardóttir með 5 vinninga af 7 en Dagur hafði betur á innbyrðisviðureign.

Emilía tók stúlknaverðlaunin en baráttan á milli hennar og systrana úr Haukum, Katrínu Ósk og Emilíu, var skemmtileg og spennandi. Mikið af lærdómsríkum skákum og keppendur fara reynslunni ríkari heim eftir helgina.
Taflfélag Reykjavíkur Elsta og virkasta skákfélag landsins