Fjölmennt var á Þriðjudagsmótinu 18. október og voru 30 keppendur sem mættir voru til leiks.
Fyrir síðstu umferð var staðan sú að fjórir voru efstir með 3.5 vinning. Mættust þeir allir þar með í lokaumferðinni.
Á fyrsta borði var það Ólafur Thorsson sem sigraði Magnús Pálma og undirritaður hafði sigur á Emil Sigurðssyni.
Lokastaðan var þess vegna eftirfarandi
- Ólafur Thorsson 4.5 (15.5)
- Daði Ómarsson 4.5 (14)
- Torfi Leósson 4.0 (17,5)
- Mohammadhossein Ghasemi 4.0 (15)
Verðlaun fyrir besta árangur miðað við stig runnu í hlut Ara Guðmundssonar
Öll úrslit úr mótinu má sjá í hlekknum (hér)
Næsta mót verður 25. október og hefst, eins og jafnan, stundvíslega klukkan 19:30, í Skákhöll TR í Faxafeni. Fimm umferðir; 10 mínútur og 5 sekúndna viðbótartími.