Ólafur með fullt hús á fimmtudagsmóti 3. apríl



Það var vel mætt á fimmtudagsmót TR þann 3.apríl en 18 skráðu sig til leiks.  Telfdar voru 10 umferðir með tímamörkunum 3+2.  Ólafur Þórsson vann allar sínar skákir og var öruggur sigurvegari kvöldsins með fullt hús vinninga.  Þrír skákmenn hlutu 7 vinninga, þeir Pétur Úlfar, Kristján Örn og Þorsteinn Gauti.  Pétur Úlfar endaði í öðru sæti á stigum og Kristján Örn í því þriðja.  Dagur Sverrisson hlaut stigaverðlaun kvöldsins en hann stóð sig best miðað við eigin skákstig.  Þess má geta að sigurvegari kvöldsins, Ólafur Þórsson var með stiga frammistöðu upp á 2548 en reglan er sú að ekki er hægt að vinna skákmótið og stigaverðlaunin jafnhliða.