Skákmót öðlinga hófst í gærkvöld þegar 40 keppendur settust niður við skákborðin tilbúnir að kreista líftóruna úr þeim sem andspænis sat, skáklega séð að sjálfsögðu.
Þátttaka í mótinu hefur aldrei verið meiri og var fyrra met slegið hressilega en það var 24 keppendur. Mótið er að auki líkast til það sterkasta frá upphafi með níu keppendum yfir 2000 elo-stigum en stigahæstur þeirra er Eyjapeyinn, Þorsteinn Þorsteinsson (2271). Taflfélag Reykjavíkur á 11 fulltrúa á mótinu, þeirra á meðal er núverandi öðlingameistari, Björn Þorsteinsson (2226), en hann er fjórði í stigaröðinni. Skákstjórar eru hinir margreyndu, Ólafur S. Ásgrímsson og Páll Sigurðsson en sá síðarnefndi tekur einnig þátt í mótinu.
Úrslit í fyrstu umferð voru flest eftir bókinni ef frá er skilið jafntefli Birgis Rafns Þráinssonar (1636) og ofangreinds Björns. Þá gerðu Árni Thoroddsen (1555) og Magnús Gunnarsson (2124) jafntefli sem og Bjarni Hjartarson (2112) og Jóhannes Jensson (1535).
Úrslit 1. umferðar:
Thorsteinsson Thorsteinn | 0 | 1 – 0 | 0 | Gudmundsson Einar S |
Ulfljotsson Jon | 0 | 0 – 1 | 0 | Gudmundsson Kristjan |
Halldorsson Bragi | 0 | 1 – 0 | 0 | Gudmundsson Sveinbjorn G |
Thrainsson Birgir Rafn | 0 | ½ – ½ | 0 | Thorsteinsson Bjorn |
Ragnarsson Johann | 0 | 1 – 0 | 0 | Hreinsson Kristjan |
Thoroddsen Arni | 0 | ½ – ½ | 0 | Gunnarsson Magnus |
Hjartarson Bjarni | 0 | ½ – ½ | 0 | Jensson Johannes |
Einarsson Thorleifur | 0 | 0 – 1 | 0 | Bjornsson Eirikur K |
Palsson Halldor | 0 | 1 – 0 | 0 | Jonsson Loftur H |
Halldorsson Haukur | 0 | 1 – 0 | 0 | Jonsson Sigurdur H |
Isolfsson Eggert | 0 | 1 – 0 | 0 | Kristinsson Magnus |
Schmidhauser Ulrich | 0 | 0 – 1 | 0 | Matthiasson Magnus |
Fridthjofsdottir Sigurl Regin | 0 | 1 – 0 | 0 | Kristbergsson Bjorgvin |
Johannesson Petur | 0 | 0 – 1 | 0 | Sigurmundsson Ulfhedinn |
Sigurmundsson Ingimundur | 0 | 1 – 0 | 0 | Adalsteinsson Birgir |
Bjornsson Gudmundur | 0 | 0 – 1 | 0 | Breidfjord Palmar |
Thorarensen Adalsteinn | 0 | 1 – 0 | 0 | Ingason Gudmundur |
Vikingsson Halldor | 0 | 0 – 1 | 0 | Jonsson Pall G |
Eliasson Jon Steinn | 0 | 0 – 1 | 0 | Gardarsson Halldor |
Bergmann Haukur | 0 | 0 | Sigurdsson Pall |
Einni skák var frestað vegna veikinda.
Önnur umferð fer fram miðvikudaginn 24. apríl og hefst kl. 19.30. Teflt er í húsnæði T.R. – Skákhöllinni að Faxafeni 12.
Nánari upplýsingar má nálgast á Chess-Results.