30 keppendur eru skráðir til leiks, þar af mættu 25 í gærkvöldi. Helgi Áss Grétarsson verður að teljast sigurstranglegur á mótinu en hann mun fá samkeppni.
Lenka Ptáčníková er því miður eina konan. Úrslit fyrstu umferðar urðu eftir bókinni – þau stigahærri unnu þau stígalægri. Þó börðist allir vel.
Helsta spennann var á 3. og 4. borði. Magnús Pálmi Örnólfsson fékk tækifæri til að brilljera á móti nafna skáldsins – Davíð Stefanssyni. Svartur riddari stökk úr þokunni inn á miðborðið – riddarinn kærði sig kollóttann um að stokkið væri beint í dauðann – fórnina varð að þiggja og þar með opnast línur og skálínur gegn hvíta kónginum. Umsátrið lauk á ippon.
Erlingur Jensson kom af Suðurlandinu til að hrella Lenku. Hann fórnaði manni fyrir sókn – Lenka lagðist í vörn áður en henni tókst að hefja gagnsókn á miðborðinu og snúa skákina sér í vil. “Gegenangriff” mundu Þjóðverjar segja. Erlingur getur vera sáttur við taflmennskuna sína.
Gaman var að sjá Þóri Benediktsson setjast við taflborðið aftur. Hann tefldi að venju virkt og honum tókst að reka kóng Harðar Jónassonar út á miðborði snemma tafls. Ekki var erfitt að veðja á úrslít þá….
Næsta umferð er á miðvikudaginn. Því miður eru áhorfendur ekki leyfðir.