Taflfélag Reykjavíkur mun bjóða upp á netskákmót á næstunni, sem ekki hefur verið unnt að halda með venjulegu sniði vegna veirunnar skæðu. Mótin munu fara fram á í gegnum Team Iceland sem þáttakendur þurfa að skrá sig í.
Mótin eru:
Sunnudagurinn 25. október kl.19 Hraðskákmót TR. 11. umferðir með tímamörkunum 3+2.
Fimmtudagurinn 29. október kl.19 Árbæjarskákmótið. 7. umferðir með tímamörkunum 4+2
Sunnudagurinn 1. nóvember kl.19 Borgarskákmótið. 9. umferðir með tímamörkunum 4+2
Fimmtudagurinn 5. nóvember kl.19 Meistaramót TRUXVA 13. umferðir með tímamörkunum 3+0
Sunnudagurinn 8. nóvember kl. 19 Æskan og ellin (opið U15 og Y60) 9. umferðir með tímamörkunum 6+2
Mótin verða auglýst betur þegar nær dregur.