MR Íslandsmeistari framhaldsskólasveita



Sveit Menntaskólans í Reykjavík varð Íslandsmeistari framhaldsskólasveita í skák 2010. M.R. hlýtur því rétt á að tefla fyrir Íslands hönd á Norðurlandamóti framhaldsskólasveita sem fram fer í Danmörku í september. Sveit M.R. varði því Íslandsmeistaratitil sinn frá því í fyrra, og er sveitin Norðurlandameistari frá 2009.
 

Íslandsmót framhaldsskólasveita fór fram föstudaginn 26. mars í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12. Sex sveitir voru skráðar til leiks, en þegar til kom forfölluðust sveitir Fjölbrautar í Garðabæ og Fjölbrautar í Breiðholti. Fjórar sveitir tefldu því einfalda umferð með 30 mín. umhugsunartíma. Það voru A- og B sveitir Menntaskólans í Reykjavík, Verzlunarskóli Íslands og Menntaskólinn við Hamrahlíð.

 
Íslandsmót framhaldsskólasveita hefur verið haldið sleitulaust frá árinu 1971 og var það Taflfélag Reykjavíkur sem stofnaði til þessa móts og hefur verið mótshaldari frá upphafi. Menntaskólinn við Hamrahlíð hefur oftast unnið þessa keppni eða í yfir 20 skipti. Ánægjulegt var að sjá tvöfalt fleiri sveitir nú en í fyrra, en nokkur lægð hefur verið yfir þátttöku í þessu móti undanfarin ár. Keppendur á skákmótinu í kvöld eru flest öll reyndir skákmenn, bæði sem einstaklingar og sem sveitarneðlimir sinna grunnskólasveita undanfarinna ára. Ef þróunin verður sú að skákkrakkar úr grunnskólum landsins haldi áfram keppni í sveitakeppnum framhaldsskóla, þá á þetta mót góða framtíð fyrir sér! Vonandi verða enn fleiri sveitir með að ári liðnu og einnig sveitir frá framhaldsskólum af landsbyggðinni.
 
Nánari úrslit urðu sem hér segir:
1. sæti: Menntaskólinn í Reykjavík A-sveit með 8 1/2 vinning.
2. sæti: Verzlunarskóli Íslands með 5 1/2 vinning.
3. sæti: Menntaskólinn í Reykjavík B-sveit með 5 1/2 vinning.
4. sæti: Menntaskólinn við Hamrahlíð með 4 1/2 vinning.
 
Í sigurliði M.R. eru:
1. b. Sverrir Þorgeirsson
2. b. Bjarni Jens Kristinsson
3. b. Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir
4. b. Paul Joseph Frigge
 
Í silfurliði Verzlunarskóla Íslands eru:
1. b. Hjörvar Steinn Grétarsson
2. b. Patrekur Maron Magnússon
3. b. Hörður Aron Hauksson
4. b. Jökull Jóhannsson
 
Í bronsliði M.R. B-sveitar eru:
1. b. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir
2. b. Jóhannes Bjarki Tómasson
3. b. Mikael Luis Gunnlaugsson
4. b. Daníel Björn Yngvason
 
Í liði M.H. sem lenti í 4. sæti eru:
1. b. Daði Ómarsson
2. b. Tinna Kristín Finnbogadóttir
3. b. Matthías Pétursson
4. b. Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir
 
Skákstjóri var Ólafur H. Ólafsson.