Meistaramót TRUXVA á annan í hvítasunnu – 21.maí



Meistaramót Truxva fer fram annan í hvítasunnu, þann 21. maí, en þetta er í annað sinn sem mótið er haldið. Truxvi, ungliðahreyfing TR, býður TR-ingum af öllum stærðum og gerðum, auk nokkurra velunnara ungliðahreyfingarinnar, til að taka þátt í þessu skemmtilega og öfluga hraðskákmóti. Tefldar verða 11 umferðir og notast verður við alþjóðlegu hraðskáktímamörk Fide, 3 mínútur á mann og 2 sekúndur bætast við eftir hvern leik (3+2). Mótið verður reiknað til hraðskákstiga. Mótið hefst klukkan 19:30 og skráningu lýkur kl.19:20. Frítt er í mótið og kaffi á könnunni fyrir þátttakendur.

Sigurvegarinn árið 2017 var IM Arnar Gunnarsson með 10 vinninga í 11 skákum. Í 2.sæti varð IM Einar Hjalti Jensson með 8,5 vinning og þriðji varð FM Oliver Jóhannesson með 8 vinninga. Öll úrslit og lokastaða mótsins má finna á Chess-Results.

Opnað hefur verið fyrir skráningu og eru skákmenn beðnir um að skrá sig á vefnum til að auðvelda skipulagningu mótsins.

20170605_195558

Arnar Gunnarsson vann Meistaramót TRUXVA árið 2017 með 10 vinninga í 11 skákum.