Mæting á fimmtudagsmótinStjórn Taflfélags Reykjavíkur minnir á verðlaunin fyrir góða mætingu á fimmtudagsmótin sem dregin verða út á síðustu æfingu vetrarins á komandi vori.  Þrenn glæsileg peningaverðlaun verða dregin út og komast allir, sem mætt hafa á a.m.k. fimm mót, í pottinn.  Þeir sem eru duglegir að mæta fá nafnið sitt oftar í pottinn og eiga því meiri möguleika á verðlaunum.  Verðlaunin verða kr. 40.000, 20.000 og 10.000.

Þegar 16 mót hafa farið fram hafa eftirfarandi mætt fimm sinnum eða oftar:

  • Kristján Örn Elíasson 15 sinnum
  • Helgi Brynjarsson 12
  • Páll Andrason 11
  • Birkir Karl Sigurðsson, Óttar Felix Hauksson, Þórir Benediktsson, Tjörvi Schiöth, Benjamín Gísli Einarsson 10
  • Jon Olav Fivelstad 9
  • Jón Gunnar Jónsson, Pétur Axel Pétursson 8
  • Dagur Andri Friðgeirsson, Helgi Stefánsson 7
  • Ingi Tandri Traustason 6
  • Dagur Kjartansson, Torfi Leósson, Jóhann H. Ragnarsson, Brynjar Níelsson 5