Liðakeppni á laugardagsæfingu



Skákæfingin síðasta snérist um taflmennsku í liði. Skákin er jú mikil einstaklingsíþrótt, ef svo má segja, en keppnisform skákarinnar er með ýmsu móti. Ekki er einungis teflt í einstaklingsmótum heldur einnig í sveitakeppnum. Að keppa í liði þýðir, að úrslit sérhverrar skákar hafa áhrif á frammistöðu liðsins í heild, en ekki aðeins fyrir einstaklinginn sjálfan.   Þetta var engin alvarleg keppni sem slík, heldur voru liðin valin þannig að hver og einn dró númer og þau sem fengu sama númer lentu í sama liði (fjórir keppendur í liði). Þar að auki var umhugsunartíminn lengri en venjulega hjá okkur á laugardagsæfingunum. Hver keppandi fékk 10 mín. umhugsunartíma. Sex lið kepptu (í einu liði voru keppendur fimm sem skiptust á að tefla umferðirnar). Æfingin tókst mjög vel og góð reynsla fyrir krakkana, sem sum hver munu vonandi keppa bráðlega fyrir sína skóla í komandi sveitakeppnum skólanna. Fyrir suma reyndist umhugsunartíminn allt of langur og sumum skákum lauk eftir öfáar mínútur! En það er líka þjálfunaratriði að nota tímann!   Skákþjálfarinn okkar, Sævar Bjarnason, fór einnig í endatöfl á skákskýringartöflunni og lagði skákþrautir fyrir krakkana sem voru fljót með sínar skákir eða sátu yfir. Þess má geta að Þórir Benediktsson úr stjórn T.R. mætti á staðinn og tók nokkrar myndir sem munu birtast innan skamms í myndagallerí á heimasíðu T.R.   Allir krakkarnir fengu mætingarstig á þessari æfingu en úrslit úr “sveitakeppninni” urðu annars eftirfarandi:   1.-3. sæti urðu þrjú lið.   Lið 1: Tjörvi, Sigurður Alex, Hörður Sindri, Ragnheiður Ósk, Smári 10 1/2 v. af 16 Lið 3: Kristófer Þór, Einar Björgvin, Gunnar, Ísak Indriði 10 1/2 v. Lið 6: Mías, Kveldúlfur, Elvar P.,  Kristján Nói 10 1/2   4. sæti. Lið 2: Þorsteinn, Figgi, Mariam, Atli Freyr 8 v. 5. sæti. Lið 4: Gauti Páll, María Ösp, Kristján Gabríel, Páll Ísak 5 v. 6. sæti. Lið 5: Erik Daníel, Madison, Ólafur Örn, Jakob Alexander 3 1/2 v.    Eins og áður hefur verið sagt frá, fá krakkarnir stig fyrir ástundun og árangur á laugardagsæfingunum. Stigin standa núna eftir 6 laugardagsæfingar (talið frá áramótum)   1. Þorsteinn Freygarðsson 12 stig 2. Gauti Páll Jónsson 11 stig 3.-4. Mías Ólafarson, Einar Björgvin Sighvatsson 10 stig 5.-6. Jakob Alexander Petersen, Erik Daníel Jóhannesson 8 stig 7.-8. Tjörvi Týr Gíslason, Gunnar Helgason 7 stig 9.-10. Figgi Truong, Hörður Sindri Guðmundsson  6 stig 11. 16. Halldóra Freygarðsdóttir, Sólrún Elín Freygarðsdóttir, Elvar P. Kjartansson, Sigurður Alex Pétursson, Kristján Nói Benjamínsson, Páll Ísak Ægisson 5 stig. 17.-21. Elmar Oliver Finnsson, Veronika Steinunn Magnúsdóttir, Smári Arnarson, Ólafur Örn Olafsson, Kristján Gabríel Þórhallsson 4 stig. 22.-25. Samar-e-Zahida, María Zahida, Tinna Chloe Kjartansdóttir, Mariam Dalía Ómarsdóttir 3 stig.
26.-34. Guðmundur Óli Ólafarson, Jóhann Markús, Máni Elvar Traustason, Atli Finnsson, María Ösp Ómarsdóttir, Ísak Indriði Unnarsson, Kveldúlfur Kjartansson, Atli Freyr Gylfason, Ragnheiður Ósk Ingvarsdóttir 2 stig.
35.-49. Ásdís Ægisdóttir, Bragi, Dagný Dögg Helgadóttir, Edda Hulda Ólafardóttir, Frosti, Jón Bjartur Þorsteinsson, Jón Eðvarð Viðarsson, Kristján Arnfinnsson, Marinó Ívarsson, Sveinn Orri Helgason, Egill Orri Árnason, Svavar Egilsson, Þorgrímur Erik Þ. Rodriguez, Madison Jóhannesdóttir, Kristófer Þór Pétursson 1 stig.   Umsjónarmaður var Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir.   Verið velkomin næsta laugardag kl. 14-16. Húsið opnar kl. 13.45.