24 börn mættu á skákæfinguna s.l. laugardag, þar af nokkur sem voru að koma í fyrsta sinn. Umsjónarmönnum skákæfinganna finnst áberandi hve krakkarnir eru einbeitt og beinlínis “atvinnumannsleg” við skákborðið! Það er miklu minna um að þau þurfi hjálp við skákborðið eða að vandamál komi upp í taflinu sjálfu, heldur en var t.d. í haust. Krakkarnir sem komu í fyrsta sinn á þessa æfingu féllu strax vel inn í hópinn og tefldu með eins og ekkert væri. En auðvitað geta krakkar sem ekki kunna mannganginn einnig komið og verið með á skákæfingunum. Við viljum sérstaklega benda á, að húsið opnar kl. 13.45 og væri ágætt ef sem flestir myndu sjá sér fært að koma fyrir kl. 14 þannig að við gætum verið búin að skrá sem flesta um tvöleytið. Þá myndi tíminn milli 14 og 16 nýtast betur fyrir sjálfa taflmennskuna! Þau sem koma þetta fyrr geta bara fengið því meiri “upphitunartíma” við skákborðið meðan við göngum frá skráningu. Tefldar voru 5 umferðir eftir Monradkerfi og úrslit urðu sem hér segir: 1. Veronika Steinunn Magnúsdóttir 4 1/2 v. 2.-3. Einar Björgvin Sighvatsson, Figgi Truong 4 v. 4.-5. Gauti Páll Jónsson, Erik Daníel Jóhannesson 3 1/2 v. Þau sem tóku einnig þátt og fá mætingarstig eru: Hörður Sindri Guðmundsson, Smári Arnarson, Sigurður Alex Pétursson, Halldóra Freygarðsdóttir, Sólrún Elín Freygarðsdóttir, Gunnar Helgason, Mariam Dalia Ómarsdóttir, Páll Ísak Ægisson, Ólafur Örn Olafsson, Kristján Nói Benjamínsson, Þorsteinn Freygarðsson, Jakob Alexander Petersen, Jóhann Markús, Tjörvi Týr Gíslason, María Ösp Ómarsdóttir, Marinó Ívarsson, Jón Bjartur Þorsteinsson, Bragi, Frosti. Eins og áður hefur verið sagt frá, fá krakkarnir stig fyrir ástundun og árangur á laugardagsæfingunum. Stigin standa núna eftir 3 laugardagsæfingar (talið frá áramótum) 1.-3. Einar Björgvin Sighvatsson, Erik Daníel Jóhannesson, Jakob Alexander Petersen 5 stig. 4. 9. Elmar Oliver Finnsson, Figgi Truong, Gauti Páll Jónsson, Veronika Steinunn Magnúsdóttir, Tjörvi Týr Gíslason, Þorsteinn Freygarðsson 4 stig. 10.-15. Gunnar Helgason, Halldóra Freygarðsdóttir, Hörður Sindri Guðmundsson, Páll Ísak Ægisson, Smári Arnarson, Sólrún Elín Freygarðsdóttir 3 stig.
16.-22. Guðmundur Óli Ólafarson, Kristján Nói Benjamínsson, Mariam Dalía Ómarsdóttir, Ólafur Örn Olafsson, María Zahida, Samar-e-Zahida, Sigurður Alex Pétursson 2 stig.
23.-38. Ásdís Ægisdóttir, Bragi, Dagný Dögg Helgadóttir, Elvar P. Kjartansson, Frosti, Jóhann Markús, Jón Bjartur Þorsteinsson, Jón Eðvarð Viðarsson, Kristján Arnfinnsson, Kristján Gabríel Þórhallsson, Máni Elvar Traustason, María Ösp Ómarsdóttir, Marinó Ívarsson, Mías Ólafarson, Sveinn Orri Helgason, Tinna Chloe Kjartansdóttir 1 stig. Umsjónarmenn voru Elín Guðjónsdóttir og Magnús Kristinsson. Til aðstoðar var einnig ung og efnileg skákkona úr T.R., Stefanía Bergljót Stefánsdóttir (dóttir Elínar). Verið velkomin næsta laugardag kl. 14-16. Húsið opnar kl. 13.45.