Það var fríður og fjölmennur hópur barna sem fylltu húsakynni Taflfélags Reykjavíkur á fyrstu laugardagsæfingum félagsins í gær, en u.þ.b. 40 krakkar mættu þar til leiks.
Þær hófust með skákæfingu stúlkna eftir hádegið þar sem Sigurlaug fór í gegnum grunnatriði skáklistarinnar með nokkrum hressum stelpum og síðan var teflt af kappi.
Klukkan 2 hófst svo almenn skákæfing barna og urðu þar fagnaðarfundir hjá mörgum krökkum sem ekki hafa hist síðan í vor. En einnig voru mörg börn að mæta á sínu fyrstu skákæfingu hjá TR og ekki laust við að eftirvæntingin hafi skynið úr andlitum margra. Æfingin hófst á upphitunarmóti þar sem tefldar voru fimm mínútna skákir.
Nokkrir grjótharðir nemendur úr afrekshóp taflfélagsins mættu á þessa fyrstu æfingu félagsins og fóru eðlilega mikinn.
Að venju voru veitingar bornar fram um þrjú leitið, en eftir þær hófst svo félagsæfing T.R. sem Torfi Leósson stjórnaði. Farið var í fyrsta heftið af Taktík, þar sem skoðaðar voru gafflanir og tvöfaldar árásir. Það var svo glaðbeittur hópur sem yfirgaf félagsheimilið okkar með hefti í hönd um fjögurleitið.
Æfingar afrekshóps barna og unglinga félagsins hefjast nú í vikunni en þær eru á miðvikudögum.