Mættir voru 10 krakkar á laugardagsæfingu TR þann 4. október. Þar sem flestar skákklukkurnar voru í notkun á Íslandsmóti skákfélaga sem fram fór um helgina, voru klukkurnar sem eftir voru í húsinu ekki alveg upp á sitt allra besta. Skákirnar drógust því eitthvað á langinn, svo að þessu sinnu voru aðeins tefldar fjórar umferðir eftir Monradkerfi. En krakkarnir létu það ekkert á sig fá og voru hress og ánægð. Kannski bara ágætt að fá smá auka tíma til að hugsa um næsta leik!
Staðan í mótslok:
1. Veronika Steinunn Magnúsdóttir 4 vinningar af 4.
2. Vilhjálmur Þórhallsson 3 vinningar
3. – 4. Samar Zahida 2 ½ vinningar
Kristín Viktoría Magnúsdóttir 2 ½ vinningar
5. – 6. Eiríkur Elí Eiríksson 2 vinningar
Mariam Dalía Ómarsdóttir
7. – 8. Jósef Ómarsson 1 ½ vinningar
Ólafur Örn Olafsson
9. – 10. María Ösp Ómarsdóttir ½ vinningar
María Zahida
Eins og áður hefur verið sagt frá, fá krakkarnir stig fyrir ástundun og árangur á laugardagsæfingunum.
Stigin standa núna eftir fjórar laugardagsæfingar:
1. Vilhjálmur Þórhallsson 8 stig
2. Stefanía Stefánsdóttir 7 stig
3 Mariam Dalia Ómarsdóttir 6 stig
4-5 Veronika Steinunn Magnúsdóttir, Jósef Ómarsson 5 stig
6-8 Eiríkur Örn Brynjarsson, Friðrik Þjálfi Stefánsson og , Samar e Zahida 4 stig
9 María Ösp Ómarsdóttir 3 stig
10-16 . Figgi Truong, Guðni Stefánsson, Hróðný Rún Hölludóttir, Yngvi Stefánsson, Kristín Viktoría Magnúsdóttir, Maria Zahida, Ólafur Örn Olafsson 2 stig
17. Eiríkur Elí Eiríksson 1 stig
Verið velkomin næsta laugardag kl. 14-16!
Umsjónarmenn voru Elín Guðjónsdóttir og Magnús Kristinsson.