Laugalækjarskóli Reykjavíkurmeistari grunnskólasveita 2011



Reykjavíkurmót grunnskólasveita fór fram 13. febrúar sl. í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur. Skákmót þetta er samstarfsverkefni Skóla-og frístundasviðs Reykjavíkur og Taflfélags Reykjavíkur og hefur verið haldið frá því á 8. áratug síðustu aldar. 30 sveitir frá 16 skólum borgarinnar tóku þátt að þessu sinni. Tefldar voru 7 umferðir eftir Monradkerfi með 10 mínútna umhugsunartíma. Veitt voru verðlaun fyrir þrjár efstu sveitirnar svo og þrjár efstu stúlknasveitirnar. Keppt var í einum flokki og var mótið opið öllum nemendum í grunnskólum Reykjavíkur frá 1. upp í 10. bekk.

Mótið var mjög jafnt og spennandi en A-sveit Laugalækjarskóla vann með 21,5 vinning. Hólabrekkuskóli skaust upp í 2. sæti með 4-0 sigri í síðustu umferð og fékk samtals 20,5 v. Í 3. sæti varð A-sveit Rimaskóla með 20 vinninga, en A-sveit Laugalækjarskóla og A-sveit Rimaskóla skildu jafnar í síðustu umferð 2-2.

Alls tóku 5 stúlknasveitir þátt, þær voru frá: Árbæjarskóla, Fossvogsskóla, Engjaskóla og tvær sveitir frá Rimaskóla. Í 1. sæti var Rimaskóli stúlkur A-sveit með 17,5 vinn. Í 2. sæti Rimaskóli stúlkur B-sveit með 14,5 vinn. og Engjaskóli stúlkur lenti í 3. sæti með 13 vinninga.

Heildarútslit urðu sem hér segir:

1. Laugalækjarskóli A-sveit 21,5 v. af 28

2. Hólabrekkuskóli 20,5 v.

3. Rimaskóli A-sveit 20 v.

4. Hagaskóli 19 v.

5. Rimaskóli stúlkur A-sveit 17,5 v.

6. Árbæjarskóli A-sveit 17 v.

7. Langholtsskóli A-sveit 17 v.

8. Laugalækjarskóli B-sveit 16,5 v.

9. Ölduselsskóli 16 v.

10. Melaskóli A-sveit 15,5 v.

11. Rimaskóli C-sveit 15 v.

12. Rimaskóli B-sveit 14,5 v.

13. Laugalækjarskóli C-sveit 14,5

14 Rimaskóli stúlkur B-sveit 14,5 v.

15. Grandaskóli 14 v.

16. Melaskóli B-sveit 13,5 v.

17. Fossvogsskóli A-sveit 13,5 v.

18. Seljaskóli 13 v.

19. Engjaskóli stúlkur 13 v.

20. Vættaskóli 13 v.

21. Vesturbæjarskóli 13 v.

22. Laugalækjarskóli D-sveit 12,5 v.

23. Hlíðaskóli 12,5 v.

24. Rimaskóli D-sveit 11,5 v.

25. Árbæjarskóli stúlkur 11,5 v.

26. Sæmundarskóli 10 v.

27. Langholtsskóli B-sveit 9 v.

28. Fossvogsskóli B-sveit 8,5 v.

29. Fossvogsskóli C-sveit 8

30. Fossvogsskóli stúlkur 5 v.

Í sigurliði A-sveitar Laugalækjarskóla eru:

1. Rafnar Friðriksson

2. Jóhannes K. Sólmundarson

3. Garðar Sigurðarson

4. Arnar I. Njarðarson

Liðstjóri:Svavar Viktorsson

Í silfurliði Hólabrekkuskóla eru:

1. Dagur Kjartansson

2. Brynjar Steingrímsson

3. Donika Kolica

4. Heimir Páll Ragnarsson

Liðstjóri: Ragnar Pálsson

Í bronsliði A-sveitar Rimaskóla eru:

  1. Oliver Aron Jóhannesson
  2. 2. Kristófer Jóel Jóhannesson
  3. Jóhann Arnar Finnsson
  4. Kristófer H. Kjartansson

Liðstjóri: Helgi Árnason

Stúlknaliðin:

Rimaskóli stúlkur A-sveit:

1. Hrund Hauksdóttir

2. Nansý Davíðsdóttir

3. Svandís Rós Ríkharðsdóttir

4. Ásdís Birna Þórarinsdóttir

Rimaskóli Stúlkur B-sveit

  1. Tinna Sif Aðalsteinsdóttir
  2. Heiðrún Anna Hauksdóttir
  3. Signý Helga Guðbjartsdóttir
  4. Alexandra Kjærnested

Vm Dóra Valgerður

Liðsstjóri: Davíð Hallsson

Engjaskóli stúlkur:

  1. Elín Nhurig Viggósdóttir
  2. Honey Grace
  3. Rósa Linh
  4. Ásdís Eik Aðalsteinsdóttir

Skákstjórar voru Ólafur H. Ólafsson og Áslaug Kristinsdóttir.

Mótsstjóri: Soffía Pálsdóttir SFS.