Laugalækjarskóli í víking



Skáksveit Laugalækjarskóla er komin af stað til Evrópu, þar sem liðsmenn hennar munu taka þátt í Evrópukeppni grunnskólasveita, sem hefst í Búlgaríu síðar í mánuðinum. Fyrst munu sveitarmeðlimir taka þátt í alþjóðlegu móti í Póllandi til upphitunar.

Svo skemmtilega vildi til, að á leiðinni út hitti skáksveitin forseta Skáksambands Íslands, Guðfríði Lilju Grétarsdóttir, sem var á leið til útlanda.

Sveit Laugalækjaskóla skipa:

1. Daði Ómarsson
2. Vilhjálmur Pálmason
3. Matthías Pétursson
4. Einar Sigurðsson
1v Aron Ellert Þorsteinsson

Aðalþjálfari liðsins og fararstjóri er Torfi Leósson.