Kristófer Orri með fult hús á vel sóttu Sumar-Þriðjudagsmóti!



Kristófer að tafli í KR. Myndina tók Rúnar Sigurðsson.

Kristófer að tafli í KR. Myndina tók Rúnar Sigurðsson.

Kristófer Orri Guðmundsson hlaut fullt hús vinninga á Þriðjudagsmótinu þann 5. júlí síðastliðinn. Kristófer hefur verið afar sigursæll á Þriðjudagsmótunum í vetur, en hann einbeitir sér að því að vinna menn yfir 2000 stigum. Reyndar einbeitir hann sér svo vel að því að innan skamms verður hann eflaust í þeim hópi! Í öðru til þriðja sæti með fjóra vinninga urðu þeir Brynjar Bjarkason og Kjartan Maack. Skákstjóri þurfti að láta sjötta sæti duga eftir snubbótta byrjun. 

Þetta var með betur sóttu sumarmótunum, 25 manns! Samkvæmt afar nákvæmum útreikningum skákstjóranna Eiríks og Gauta Páls, þá er það með tuttugastaogfimmta þáttakandum sem að það gerist þörf á kaffikönnu númer tvö. Við munum það næst! Þónokkrir nýliðar mættu til leiks í bland við reglulega gesti. Árangursverðlaunin hlaut Snorri Kristjánsson, en hann er stigalaus og fékk þrjá vinninga og með árangur upp á rúm 1500 stig. 

Öll úrslit mótsins má sjá á chess-results.

Næsta mót verður á morgun, þriðjudaginn 19. júlí klukkan 19:30 en eins og þið munið vonandi þá er enn í gildi sumardagskrá, teflt annan hvern þriðjudag!