Tólf skákmenn mættu til leiks í Taflfélag Reykjavíkur fimmtudaginn 14.september en mótið var vel skipað sterkum hraðskákmönnum. Tímamörkin eru 3+2, þrjár mínútur og 2 sekúndur í uppbótartíma fyrir hvern leik sem leikinn er. Þessi tímamörk eru spennandi og skemmtileg og voru tefldar margar spennandi skákir þar sem allt var lagt í sölurnar. Kjartan Maack stóð uppi sem sigurvegari kvöldsins, hann telfdi vel og fór taplaus í gegnum mótið og hækkar um 30 skákstig fyrir vikið. Andri Ívarsson var síðan með besta árangur miðað við eigin skákstig en hann hækkar um 40 stig og báðir hljóta þeir í sigurlaun inneign hjá Skákbúðinni.
Mótið á chess results.
Tíu mættu til leiks fimmtudaginn 21.september í Taflfélag Reykjavíkur en tímamörkin eru 3+2, hraðskákir. Telfdu allir við alla og stóð Gauti Páll Jónsson uppi sem sigurvegari með 8 vinninga alls en Mohammadhossein Ghasemi hlaut einnig 8 vinninga en Gauti Páll vann innbyrðis viðureignina þeirra á milli. Theodór Eiríksson var með bestan árangur miðað við eigin stig en hann fékk 6 vinninga og hækkar um 136 skákstig sem er ótrúlega góður árangur! Verðlaun eru inneign í Skákbúðinni. Heitt var á könnunni og hvetjum við alla þá sem hafa gaman af æsispennandi og taugastrekkjandi tímamörkum að mæta og tefla en allar skákir eru reiknaðar til alþjóðlegra hraðskákstiga.
Mótið á chess-results.