Jólastemning og skákstuð á jólaskákæfingu TR!



Laugardaginn 6. desember, var haldin síðasta skákæfingin á árinu 2014, sem jafnframt var hin eina og sanna Jólaskákæfing TR. Jólaskákæfingin hvert ár er alltaf skemmtilegur viðburður fyrir krakkana í TR, því þá er bæði hátíðleiki og leikur í gangi. Þetta er uppskeruhátíð haustannarinnar og krakkarnir fá viðurkenningu fyrir ástundun og árangur.

Jólaskákæfingin í gær var sameiginleg fyrir alla fjóra skákhópana sem hafa verið í gangi í haust, byrjendahópinn, stelpuhópinn, laugardagsæfingahópinn og afrekshópinn.

Fyrst á dagskrá á Jólaskákæfingunni voru þrjú tónlistaratriði. Hin 6 ára gamla Guðrún Katrín Tómasdóttir, sem nýlega hefur byrjað að æfa með stúlknahópnum spilaði eitt lag á fiðlu. Því næst spiluðu þær Freyja Birkisdóttir og Vigdís Tinna Hákonardóttir, báðar 8 ára úr stúlknahópnum, saman á blokkflautu. Að lokum spilaði Mykhaylo Kravchuk, 11 ára gamall úr afrekshópnum, tvö lög á pianó/hljómborð. Hann spilaði nú í þriðja skipti á jólaskákæfingu! Öll hlutu þau mikið lófaklapp í lokin! Það er einstaklega skemmtilegt að tónlistaratriði á jólaskákæfingunni skuli vera fastur liður og alltaf einhverjir krakkar tilbúnir að spila á sín hljóðfæri. Skákhöllin okkar verður alltaf örlítið hátíðlegri þegar tónlist hljómar í salnum!

Fjölskylduskákmótið tók svo við, en það er tveggja manna liðakeppni. Krökkunum hafði verið boðið upp á að taka einhvern fjölskyldumeðlim með sér á jólaskákæfinguna og mynda lið. Flest allir komu með einhvern úr fjölskyldunni með sér.
Hvorki meira né minna en 32 lið tóku þátt, samtals 65 þátttakendur og liðanöfnin voru mjög svo frumleg og skemmtileg!
Tefldar voru 5 umferðir með 5 mín. umhugsunartíma. Fóru leikar svo að í fyrsta sæti urðu liðin Kóngarnir og Balotelli með 8 vinninga af 10 mögulegum. Sjö fyrstu liðin fengu Hátíðarpoka Freyju í verðlaun.

En úrslit urðu annars sem hér segir:
1.-2. Kóngarnir: Bárður Örn Birkisson og Björn Hólm Birkisson, Balotelli: Benedikt Ernir Magnússon og Magnús Pálmi, 8 vinninga.
3.-5. Grýlugaffallinn: Mykhaylo Kravchuk og Vladimir,
Jólaskákfélagið: Róbert Luu og Quan,
Biskupaparið: Bjarki Arnaldarson og Arnaldur Loftsson, 7 vinninga.
6.-7. Rut & Aron: Rut Sumarrós og Aron Þór Mai,
Stúfur og Leppunarlúðinn: Alexander Björnsson og Björn Jónsson, 6,5 vinninga.
8.-10. Stjörnurnar: Adam Omarsson og Lenka Ptacnikova,
Ginger gaming: Eldar Sigurðsson og Alexander Sigurðarson,
Riddararnir: Eiríkur Tumi Briem og Atli Antonsson, 6 vinninga.
11.-12. Skákmennirnir: Vignir Sigur Skúlason og Skúli Sigurðsson,
Jólakóngarnir: Alexander Már og Gabríel Sær Bjarnþórssynir, 5,5 vinninga.
13.-17. Svalur og Valur: Halldór Ríkharðsson og Ríkharður Sveinsson
Bismarck: Ólafur Örn Olafsson og Þröstur Olaf Sigurjónsson,
Drekatemjararnir: Guðrún Katrín og Björgvin Víglundsson, Peðasníkir & Mátþefur: Stefán Gunnar Maack og Kjartan Maack,
Skáksnillarnir: Sævar Halldórsson og Guðmundur Kári Jónsson, 5 vinninga.
18.-19. Hvítu biskuparnir: Davíð Dimitry og Indriði Björnsson,
Stúfur og Kjötkrókur í jólaskapi: Freyja Birkisdóttir og Bárður Guðmundsson, 4,5 vinninga.
20.-27-. Black Knights: Freyr Grímsson og Grímur,
Peðin í takkaskónum: Vigdís Lilja Kristjánsdóttir og Halldór Atli Kristjánsson,
Stúfarnir: Funi Freyr Bjarkason og Bjarki Fannar Atlason,
Hrókurinn og peðið: Baldur Karl og Björn Magnússon,
Lakers: Samúel Narfi Steinarsson og Steinar Sigurðsson,
Jólaliðið: Iðunnn Helgadóttir og Helgi Pétur Gunnarsson,
Svörtu riddararnir: Stefán Geir Hermannsson og Kristján Dagur Jónsson
Borgargerði: Magnús Hjaltason og Hjalti Magnússon, 4 vinninga.
28.-29. Pantanóarnir: Benedikt Pantano og Antoine Pantano,
Jólabiskup: Égor og Mateusz Jakubek, 3,5 vinning.
30.-31. Hrókar: Stefán Logi Hermannsson og Hermann Stefánsson,
Sana og Mir: Sana Salah og Mir Salah, 3 vinninga.
32. Peð í jólastuði: Vigdís Tinna Hákonardóttir og Sólveig Freyja Hákonardóttir/Hákon Ágústsson 2 vinninga.

Að þessari skemmtilegu liðakeppni lokinni fór fram verðlaunaafhending. Fyrst voru veitt verðlaun (medalíur) fyrir mætingu og árangur á skákæfingunum á þessari önn í byrjendahópnum, stúlknahópnum og laugardagsæfingahópnum.

Verðlaun fyrir Ástundun eru veitt í þremur aldurshópum og einum stelpuhóp:

Aldursflokkur 6-7 ára, fædd 2007-2008, (1.-2. bekk). Frá byrjendahópi og laugardagsæfingahópi.
1. Einar Tryggvi Petersen, Gunnar Þórður Jónasson, Lóa Margrét Hauksdóttir. 8 mætingarstig.
2. Benedikt Þórisson, Bjartur Þórisson, John Lyvie Abando, Samúel Narfi Steinarsson, Adam Omarsson. 7 mætingarstig.
3. Halldór Ríkharðsson, Svanur Þór Heiðarsson, Thelma Sigríður Möller, Tómas Möller, Tómas Davidson, Vésteinn Sigurgeirsson. 6 mætingarstig.

 

Aldursflokkur 8-9 ára, fædd 2005-2006, (3.-4. bekk)
1. Alexander Már Bjarnþórsson, Gabríel Sær Bjarnþórsson 13/14
2. Róbert Luu 12/14
3. Bjarki Freyr Mariansson, Kristján Dagur Jónsson, Stefán Geir Hermannsson 11/14

Aldursflokkur 10-12 ára, fædd 2002-2004, (5.-7. bekk)
1. Alexander Oliver Mai 13/14
2. Ottó Bjarki Arnar 9/14
3. Arnar Milutin Heiðarsson 8/14

 

Skákæfingar stúlkna.
1. Iðunn Helgadóttir 14 mætingarstig.
2. Freyja Birkisdóttir 13 mætingarstig.
3.-4. Sólveig Freyja Hákonardóttir, Vigdís Tinna Hákonardóttir 12 mætingarstig.

Þrenn verðlaun voru veitt fyrir samanlögð stig fyrir Ástundun og Árangur:
1. Alexander Oliver Mai 40 stig.
2. Alexander Már Bjarnþórsson 36 stig.
3. Róbert Luu 33 stig.

Því næst fór fram verðlaunaafhendingin fyrir Fjölskylduskákmótið og að lokum var happdrætti, dregið úr skráningarnúmerum liðanna. Í happdrætti var einn Freyju Hátíðarpoki og fimm bækur úr bókalager TR. Að þessu sinni var það bókin Við skákborðið í aldarfjórðun. 50 valdar sóknarskákir Friðriks Ólafssonar. Friðrik Ólafsson verður 80 ára 26. janúar á næsta ári og því var kærkomið að minnast á þennan fyrsta stórmeistara Íslendinga og einn dyggasta félagsmann TR á jólaskákæfingunni.

Þá var bara jólahressingin eftir, sem var skemmtilegur lokapunktur á jólaskákæfingunni. Malt og appelsín, piparkökur, súkkulaðibitakökur og súkkulaðikex – allt átti þetta vel við á vel heppnaðri jólaæfingu.
Nokkrir foreldrar tóku til hendinni í jólahressingunni og hafi þau þökk fyrir það!
Skákstjórar voru Torfi Leósson og Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir.

Taflfélag Reykjavíkur þakkar öllum sem tóku þátt í bráðskemmtilegri jólaskákæfingu félagsins!

Skákæfingarnar hefjast að nýju á nýju ári laugardaginn 10. janúar 2015. Sjáumst þá!

Gleðileg jól!