Nú fer að líða að hinu árlega jólaskákmóti Taflfélags Reykjavíkur og Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.Þátttakendum hefur fjölgað síðastliðin ár og því verður fyrirkomulagi keppninnar breytt og í yngri flokki verður keppt í tveimur riðlum sunnudaginn 1. desember.
Suður riðill hefur keppni kl. 10.30 . Norður riðill hefur keppni kl. 14.00 (sjá skiptingu hér að neðan) Tvær efstu sveitir í hvorum riðli munu keppa til úrslita við sveitirnar úr hinum riðlinum um þrjú efstu sætin mánudaginn 2. desember kl. 17:00.
Keppni í eldri flokki verður mánudaginn 2. desember kl. 17:00. Upplýsingar: Yngri flokkur (1. – 7. bekkur)Keppnisstaður: Taflfélag Reykjavíkur, Faxafeni 12Keppt verður í stúlkna og drengja flokkum (opnum flokkum). Heimilt er að senda A, B, C o.s.frv. stúlknasveitir og A, B, C o.s.frv. drengjasveitir. Í hverri sveit eru 4 keppendur og 0-2 til vara. Í yngri flokki verður keppt í tveimur riðlum sunnudaginn 1. desember.Suður riðill hefur keppni kl. 10.30 (sjá skóla hér að neðan)Norður riðill hefur keppni kl. 14.00 (sjá skóla hér að neðan) Tefldar verða 6 umferðir (hraðmót) eftir Monrad kerfi.Umhugsunartími: 10 mín. á skák. Þátttökurétt hafa börn úr grunnskólum Reykjavíkur í 1.-7. bekk. Mikilvægt er að liðsstjóri fylgi liðum hvers skóla. Verðlaunaafhending verður að lokinni keppni. Tvær efstu sveitir í hvorum riðli munu keppa til úrslita við sveitirnar úr hinum riðlinum um þrjú efstu sætin mánudaginn 2. desember kl. 17:00. Eldri flokkur (8. – 10. bekkur). Keppnisstaður: Taflfélag Reykjavíkur, Faxafeni 12.Keppt verður í stúlkna og drengja flokkum (opnum flokkum). Heimilt er að senda A, B, C o.sfrv. stúlknasveitir og A, B, C o.s.frv. drengjasveitir. Í hverri sveit eru 4 keppendur og 0-2 til vara. Keppni í eldri flokki verður mánudaginn 2. desember kl. 17:00.Tefldar verða 6 umferðir (hraðmót) eftir Monrad kerfi.Umhugsunartími: 15. mín. á skák. Þátttökurétt hafa unglingar úr grunnskólum Reykjavíkur í 8.-10. bekk. Verðlaunaafhending verður að lokinni keppni. Þátttaka í báða flokka tilkynnist til skrifstofu Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur eigi síðar en föstudaginn 29. nóvember. Ekki verður hægt að skrá lið á mótsstað.Skráning sendist á netfang: soffia.palsdottir@reykjavik.is Skipting í riðla yngri flokks Yngri flokkur – Suður riðill (kl. 10.30):Árbæjarskóli ● Ártúnsskóli ● Breiðagerðisskóli ● Breiðholtsskóli ● Brúarskóli Fellaskóli Fossvogsskóli ● Grandaskóli ● Hagaskóli ● Háaleitisskóli ● Hlíðaskóli Hólabrekkuskóli Hraunkot ● Hvassaleitisskóli ● Klettaskóli ● Klébergsskóli ● Melaskóli Norðlingaskóli Réttarholtsskóli ● Selásskóli ● Seljaskóli ● Suðurhlíðarskóli ● Ölduselsskóli Yngri flokkur – Norður riðill (kl. 14:00):Austurbæjarskóli ● Dalsskóli ● Foldaskóli ● Háaleitisskóli ● Hamraskóli Háteigsskóli ● Húsaskóli Ingunnarskóli ● Ísaksskóli ● Kelduskóli ● Landakotsskóli ● Langholtsskóli ● Laugalækjaskóli Laugarnesskóli ● Rimaskóli ● Sæmundarskóli ● Vættaskóli ● Vesturbæjarskóli ● Vogaskóli Taflfélag Reykjavíkur og Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar vonast til að sem flestir þessara skóla sjái sér fært að senda sveitir til leiks á eitt af skemmtilegustu mótum vetrarins! Björn JónssonFormaður Taflfélags Reykjavíkur