Á hverjum degi til jóla birtist ein skákþraut á taflfelag.is. Alls verða þrautirnar þrettán talsins, í takt við jólasveinana. Síðasta þrautin mun birtast á Þorláksmessu. Þeir sem ná að leysa þrautirnar geta skilað lausnunum á netfangið bivark@gmail.com í síðasta lagi kl. 20:00 að kvöldi Jóladags, 25. desember. Fram þarf að koma nafn þess sem sendir lausnirnar inn. Dregið verður úr bestu lausnunum og sigurvegarinn fær veglegan jólaglaðning. Jóladagatal TR er ætlað öllum þeim sem eru áhugasamir um skák.
Pottasleikir er lakastur bræðranna í skák. Hann hefur lítinn stöðuskilning og kann nánast ekkert í byrjunum en möndlast áfram á þrjóskunni einni saman. Honum gengur illa að taka leiðsögn og þolir ekki þegar bræður hans eða mamma skipta sér af því þegar hann leikur af sér. Hann skammast sín fyrir það hversu lélegur hann er og vill ekki viðurkenna að hann þurfi aðstoð við að verða betri. Hann reyndi einu sinni að mæta á byrjendaæfingu hjá Torfa á laugardegi í TR en þrátt fyrir þolinmæði Torfa þá skildi Pottasleikir ekki neitt í neinu. Nýlega fann þó Pottaskefill í kassa inni í helli, innan um gamalt jólaskraut, bókina Lærðu að tefla eftir Friðrik Ólafsson og Ingvar Ásmundsson og hefur síðan þá aðeins verið að glugga í hana. Hann er búinn læra talsvert um leppanir og varð í sumar virkilega stoltur þegar hann náði að nota þekkingu sína í skák í fyrstu umferð á árlega Hálendismótinu í skák gegn gömlum tröllkarli frá Sprengisandi. Tröllkarlinn lék síðast …Hd8?? sem var hræðilegur afleikur.
Hvað gerði Pottasleikir í stöðunni?