
Núna þegar jólin eru skammt undan leiti er rétt að minna á mótadagskrá Talfélagsins yfir hátíðarnar. Þriðjudagsmótið og fimmtudags falla niður í þessari viku en byrja aftur 30.des (þrið) og 1.jan (fimt)
Á undan því verður Jólahraðskákmót TR haldið sunnudaginn 28.des sem er jafnframt minningarmót Ríkharðs Sveinssonar. Veitt verða Bókarverðlaun ásamt því verða veitingar í boði.
Dagskrá:
Þriðjudagsmót 23. desember, Þorláksmessu. FELLUR NIÐUR
Fimmtudagsmót 25. desember, jóladag. FELLUR NIÐUR
Jólahraðskákmót TR – Minningarmót Ríkharðs Sveinssonar verður sunnudaginn 28. desember klukkan 14.
Þriðjudagsmót TR verður 30. desember klukkan 19:30.
Fimmtudagsmót TR verður 1. janúar klukkan 19:30.
Taflfélag Reykjavíkur Elsta og virkasta skákfélag landsins