Jólaskákæfing stúlkna, síðasta æfingin fyrir jól, fór fram í morgun.
7 flottar skákstelpur mættu tilbúnar í skemmtilegheit dagsins.
Æfingin var svohljóðandi: fyrst samvinna að leysa 9 þrautir sem byggðust á byrjanagildrum, þar sem leppanir og gafflar í bland við kæfingamát og opna h-línu voru í aðalhlutverki. Jólaleg hressing með rauðum drykk og rauðu innpökkuðu súkkulaðikexi. Því næst var svo skákboðhlaupið sívinsæla. En myndirnar sem fylgja eru einmitt teknar í þeim hamagangi Að lokum var svo verðlaunaafhending fyrir ástundun haustannarinnar 2021.
Þær sem fengu medalíur fyrir góða ástundun á haustönninni voru:
Gull: Bjarney Ásta Olsen og Hildur Birna Hermannsdóttir
Silfur: Bergþóra Helga Gunnarsdóttir og Gerður Helgadóttir
Brons: Rakel Elaisa Allansdóttir og Þórey Margrét Magnúsdóttir
Skemmtileg og hress jólaskákæfing á meðan vetrarsólin og frostið beið okkar fyrir utan. Gleðileg jól!
– Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir
Einnig var lokaæfing í byrjendaflokki og veitt þar verðlaun fyrir besta mætingu á haustönninni. Teflt var á sameinginlegri æfingu byrjendaflokks og framhaldsflokks á æfingunni með tímamörkunum 8+3, tímamörkum Íslandsmóts unglingasveita sem verður á morgun. Mætingin hjá krökkunum var mjög góð og gaman að fylgjast með framförum viku eftir viku! Lokaæfing framhaldsflokks fyrir jólafrí verður síðan fimmtudaginn 9. desember.
Gull: 12 mætingar af 13
Hjalti Ásgeir Björnsson
Kormákur Krummi Snorrason
Silfur: 10 mætingar af 13
Haukur Leó Styrmisson
Magnús Einar Ragnarsson
Símon Steinar Ragnarsson
Bronz: 9 mætingar af 13
Baltasar Össur Hólmsteinsson Loncar
Ingólfur Sveinsson
Kolbeinn Mikael Hermannsson
Styrmir Alvar Brynjarsson
Tryggvi Smári Bjarkason
– Torfi Leósson og Gauti Páll Jónsson





