Úrslitin munu ráðast á Íslandsmóti skákfélaga á laugardag, en síðari hluti keppninnar fer fram í Rimaskóla um helgina. Taflfélag Reykjavíkur hefur góða forystu í fyrstu deild, hefur 3,5 vinnings forskot á Íslandsmeistara Taflfélagsins Hellis og Skákdeild Hauka. Fjölnismenn eru þar skammt undan og hafa þessi fjögur lið raunhæfan möguleika á sigri.
Í lokaumferð mótsins mætast TR og Hellir og gæti þar verið um ræða hreina úrslitaviðureign um titilinn. Í 2. deild eru Bolvíkingar langefstir, í 3. deild eru KR-ingar efstir og í 4. deild er b-sveit Bolvíkinga efst.
Íslandsmót skákfélaga er langstærsta skákhátíð ársins en í hverri umferð tefla um 350 skákmenn á öllum aldri og á öllum styrkleika, báðum kynjum, byrjendum og sterkustu stórmeisturum Íslands og heims!
Fimmta umferð fer fram á kvöld og hefst kl. 20, sjötta og sjöunda umferð fara fram á laugardag og hefjast kl. 11 og 17.
- Heimasíða mótsins
- Chess-Results
- Pistill Gunnars Björnssonar
- Úrslita Excel-skjal
www.skak.is
Þeir TRingar sem eru skráðir til leiks í kvöld, föstudag, eru beðnir að mæta 19.45 svo hægt sé að hafa umsjón með, að allir séu mættir.