Ingvar Wu Unglingameistari TR 2021 – Iðunn Stúlknameistari



257567658_1009212899658026_2425044737810788318_n

Það var með herkjum að Unglingameistaramót og Stúlknameistaramót TR gat farið fram 14. nóvember 2021. Að sjálfsögðu er hér átt við, að vegna sóttvarnarreglna þurfti að hafa alla aðgát á bæði fjölda þátttakenda svo og framkvæmd mótsins. Það eru nú komin tvö ár síðan þetta mót var haldið síðast, 2019. Þá var það einstaklega fjölmennt með 58 þátttakendum. Í fyrra, 2020, féll mótið niður vegna þávarandi Covid ástands. Við gátum að þessu sinni boðið 48 keppendum að vera með (miðað við tvo skákstjóra: 50 manna reglan). Svo margir komu þó ekki, en þátttakendur voru að þessu sinni 28. Ekki spurning að einhverjir hafa hætt við þátttöku út af Covid ástandinu, enda hefur mikið verið um smit undanfarna daga og vikur.

En hvað um það, skákmótið fór fram! Teflt var með tímamörkunum 10+5.

Það var mikil breidd í mótinu, bæði byrjendur og allt upp í þrautþjálfaða unglinga í efri bekkjum grunnskólans. Skákmótið var auglýst með tveimur flokkum, opnum flokki og stúlknaflokki. Það kom á daginn að einungis 5 stúlkur voru mættar, sem allar höfðu skráð sig í stúlknaflokkinn, en í samráði við þær var ákveðið að halda því fyrirkomulagi sem auglýst hafði verið. Þær tefldu því allar við alla. Meðal þeirra voru tvær stúlkur, sem byrjuðu á stúlknaæfingum TR í haust og tóku hér þátt í sínu fyrsta skákmóti.

Í þremur efstu sætunum í stúlknameistaramótinu urðu eftirfarandi:

1. Guðrún Fanney Briem 4 v. af 4.
2. Iðunn Helgadóttir 3 v.
3. Nikola Klimaszewska 2 v.
Guðrún Fanney vann því mótið með fullu húsi og Iðunn varð í 2. sæti og efst TR-stúlkna og hlaut hún því titilinn Stúlknameistari Taflfélags Reykjavíkur 2021.

257771484_258584706322894_6751286229373845476_n

Aldursflokkaverðlun í Stúlknameistaramóti Taflfélags Reykjavíkur:

2007 – Iðunn Helgadóttir
2010 – Guðrún Fanney Briem
2011 – Bjarney Ásta Olsen
2013 – Rakel Elaisa Allansdóttir

Í opna flokknum tóku 23 þátt. Það var mikil spenna um efstu sætin, enda margir sem áttu möguleika á að vinna mótið. Svo fór að þrír drengir komu hnífjafnir í mark með 5,5 vinning af 7 mögulegum.

Í þremur efstu sætunum í unglingameistaramótinu urðu eftirfarandi:

1. Gunnar Erik Guðmundsson 5,5 v. af 7
2. Ingvar Wu Skarphéðinsson 5,5 v.
3. Þorsteinn Jakob F. Þorsteinsson 5,5 v.

Gunnar Erik var hæstur af stigum og hlaut hann 1. sætið í Unglingameistaramótinu. Ingvar Wu varð í 2. sæti og efstur TR-inga og varð hann því Unglingameistari Taflfélags Reykjavíkur 2021.

Aldursflokkaverðlaun í Unglingameistaramóti Taflfélags Reykjavíkur:

2006 – Þorsteinn Jakob F. Þorsteinsson
2007 – Gunnar Erik Guðmundsson
2008 – Felix Eyþór Jónsson
2009 – Markús Orri Jóhannsson
2010 – Aðalsteinn Egill Ásgeirsson
2011 – Josef Omarsson
2013 – Birkir Hallmundarson
2014 – Viktor Elías Eyþórsson

 

Heildarúrslit eru á chess-results

Opinn flokkur:

Stúlknaflokkur: 

Um skákstjórn sáu Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir og Torfi Leósson, sem báru grímu á meðan mótinu stóð og sprittbrúsar voru í stöðugri notkun.

Við þökkum  öllum krökkunum kærlega fyrir þátttökuna á skákmótinu í dag. Án ykkar hefði það ekki farið fram!