Á aðalfundi Taflfélags Reykjavíkur sem fram fór í kvöld var Ingvar Þór Jóhannesson kosinn formaður T.R. við mikinn fögnuð. Ingvar þarf vart að kynna en hann er í ritstjórnarteymi skak.is, er landsliðsjálfari kvenna, Fide-meistari í skák, og hefur undanfarin ár þjálfað framhaldsflokka T.R.
Á fundinum var Hermann Ragnarsson gerður að heiðursfélaga Taflfélags Reykjavíkur fyrir störf sín í þágu félagsins. Við þökkum Hermanni kærlega fyrir sitt framlag.
Breytingar á stjórn urðu þær, að Gauti Páll Jónsson, fráfarandi formaður, víkur úr aðalstjórn í varastjórn. Var honum þakkað fyrir sín störf, en hann tók við formennsku í desember 2023 þegar Ríkharður Sveinsson þáverandi formaður féll frá. Haustmót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið til minningar um Ríkharð.
Aðrar breytingar á stjórn urðu að Þorsteinn Magnússon fer úr varastjórn í aðalstjórn. Auk þess voru þrír nýir stjórnarmenn kosnir. Það voru Arnar Ingi Njarðarson, Alexander Oliver Mai og Þórir Benediktsson.
Úr stjórn víkja Eiríkur K. Björnsson, Torfi Leósson og Omar Salama. Við þökkum þeim kærlega fyrir sitt framlag.
Aðalstjórn T.R starfárið 2024-25 skipa:
Ingvar Þór Jóhannesson
Una Strand Viðarsdóttir
Magnús Kristinsson
Jon Olav Fivelstad
Guðlaugur Gauti Þorgilsson
Daði Ómarsson
Þorsteinn Magnússon
Varastjórn
Arnar Ingi Njarðarson
Alexander Oliver Mai
Þórir Benediktsson
Gauti Páll Jónsson
Fundarstjóri var Eiríkur K. Björnsson og fundarritari Guðlaugur Gauti Þorgilsson.
- Taflfélag Reykjavíkur