Hjörvar leiðir á Haustmótinu



Önnur umferð Haustmóts T.R. fór fram í kvöld.  Í a-flokki sigraði Hjörvar Steinn Grétarsson (2320) Ingvar Þór Jóhannesson (2323) og er einn efstur með fullt hús.  Sigurbjörn Björnsson (2287) og Kristján Eðvarðsson (2255) koma næstir með 1,5 vinning.

Í b-flokki, þar sem öllum skákum nema einni lauk með jafntefli, eru Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir (1788) og Patrekur M. Magnússon (1954) efst með 1,5 vinning en sex skákmenn koma næstir með 1 vinning.

Í c-flokki lauk þremur skákum með jafntefli en þar eru þrír skákmenn efstir og jafnir með 1,5 vinning; Emil Sigurdarson (1515), Friðrik Þjálfi Stefánsson (1694) og Atli Antonsson (1720).

Í opna d-flokknum eru fimm skákmenn með fullt hús vinninga; Hilmar Freyr Friðgeirsson (1220), Ingi Þór Hafdísarson (1325), Kristján Heiðar Pálsson (1275), Örn Leó Jóhannsson (1728) og Þormar Leví Magnússon.

Nánari umfjöllun um 2. umferðina verður birt síðar.

Nú verður gert hlé á mótinu vegna Íslandsmóts Skákfélaga sem fer fram um næstu helgi.  Þriðja umferð fer fram eftir viku, miðvikudagin 30. september, og hefst kl. 19.30.

Á heimasíðu mótsins má m.a. nálgast öll úrslit.