Hjörvar, Hrannar og Torfi efstir á Skeljungsmótinu



Hjörvar Steinn Grétarsson (2279), Hrannar Baldursson (2080) og Torfi Leósson (2155) eru efstir og jafnir með fullt hús þegar fjórum umferðum er lokið á Skeljungsmótinu – Skákþingi Reykjavíkur.  Hjörvar sigraði Þór Valtýsson nokkuð auðveldlega en skákum Torfa og Hrannars lauk með sigri þeirra beggja eftir mikla baráttu.

Af óvæntum úrslitum má nefna sigur Siguringa Sigurjónssonar (1904) á Stefáni Bergssyni (2079) eftir snarpa sókn, og jafntefli Ingvars Ásbjörnssonar (2029) og Barða Einarssonar (1767).  Sömuleiðis gerðu Stefán Arnalds (1953) og Tjörvi Schiöth (1375) jafntefli í tvísýnni skák.

Fimmta umferð fer fram á miðvikudagskvöld kl. 19.00.

Pörun, úrslit og stöðu má nálgast á Chess-Results.

Heimasíða mótsins