Alþjóðlegi meistarinn Hilmir Freyr Heimsson lét sér ekki nægja að vinna síðasta fimmtudagsmót heldur vann hann núna þriðjudagsmótið með fullu húsi, fimm vinninga úr fimm skákum. Fjórir skákmenn fengu svo fjóra vinninga, þeir bræður Bárður Örn og Björn Hólm Birkissynir, Aasef Alashtar og Kristján Örn Elíasson. 31 skákmaður tók þátt í mótinu. Nokkrir keppenda voru að hita upp fyrir Evrópumót ungmenna sem verður í Prag í Tékklandi síðar í mánuðinum.
Skákstjóri var Arnar Ingi Njarðarson.
Öll úrslit og lokastaða mótsins á chess-results.