Formaður TR (t.h.) afhendir Hilmi hinn fornfræga farandbikar Boðsmótsins sem var fyrst haldið 1968.
Alþjóðlegi meistarinn Hilmir Freyr Heimisson varð efstur á Boðsmóti T.R. sem lauk í dag 4. júní. Boðsmótið var jafnframt fimmta og næstsíðasta mótið í BRIM mótaröðinni en mótaröðinni var slegið á frest þegar heimsfaraldurinn skall á landsmönnum. Hilmir hlaut 6 vinn. af sjö, tapaði einni skák fyrir Lenku Ptacnikovu sem varð önnur með 5,5 vinn. Ingvar Wu Skarphéðinsson varð þriðji með 5 vinninga. Ráðgert er að halda síðasta mótið í BRIM mótaröðinni í upphafi hausts en þá liggja loks fyrir úrslit í heildarkeppninni,
Staða efstu manna:
1. Hilmir Freyr Heimisson 6 vinn. af 7
2. Lenka Ptacnikova 5,5 vinn.
3. Ingvar Wu Skarphéðinsson 5 vinn.
4. Markús Orri Jóhannsson 4,5 vinn.
Nánari upplýsingar um stöðu í heildarkeppninni verða birt innan tíðar.
Nánari úrslit má finna á chess-results:
Skákstjórar voru Ríkharður Sveinsson og Daði Ómarsson.
Eftir Boðsmótið fór fram hraðskákmót þar sem eitt stig var í boði fyrir sigurvegarann i heildarkeppninni. Nýkrýndur stórmeistari, Vignir Vatnar Stefánnson, varð hlutskarpastur með 7 vinn. af 9, hæstur á oddastigum en Stephan Briem varð annar og Helgi Áss Grétarsson þriðji, allir með 7 vinn. af 9. Nánari úrslit á chess-results.
Þrír efstu í hraðskákinni: Helgi Áss, Vignir og Stephan: