Helgi Áss Grétarsson er Hraðskákmeistari TR 2019



Helgi Áss Grétarsson

Helgi Áss Grétarsson

Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson kom fyrstur í mark á Hraðskákmóti Taflfélags Reykjavíkur sem fór fram síðastliðið miðvikudagskvöld en endurkoma Helga við skákborðin undanfarin misseri hefur vakið athygli. Helgi gekk á dögunum til liðs við TR og er því nýr Hraðskákmeistari félagsins og tekur við titlinum af Kjartani Maack. Helgi hlaut 9,5 vinning af 11 mögulegum en næstur með 9 vinninga kom Fide-meistarinn Vignir Vatnar Stefánsson og þá Frakkinn Aasef Alashtar með 8 vinninga en hann hefur komið af nokkrum krafti inn í íslenskt skáklíf að undanförnu. 36 tóku þátt og voru tefldar 11 umferðir með tímamörkunum 4+2. Að loknu hraðskákmótinu voru veitt verðlaun fyrir nýafstaðið Haustmót þar sem alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson sigraði.

Lokastaðan í Hraðskákmóti TR