Helgi Áss er Hraðskákmeistari öðlinga 2017



IMG_9248

Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson bar sigur úr býtum á Hraðskákmóti öðlinga sem fór fram í gærkveld en hann lauk keppni með fullt hús vinninga í skákunum sjö. Helgi er því Hraðskákmeistari öðlinga á jómfrúarári sínu sem háttvirtur öðlingur. Fide-meistarinn Ingvar Þór Jóhannesson koma annar í mark með 5,5 vinning en Ingvar er sömuleiðis á sínu fyrsta ári í Öðlingamótunum. Jafnir í 3.-5. sæti með 4,5 vinning urðu Bragi Halldórsson, Arnaldur Loftsson og Þór Valtýsson þar sem Bragi hlaut 3. sætið að loknum stigaútreikningi.

IMG_9251

Að móti loknu fór einnig fram verðlaunaafhending fyrir Skákmót öðlinga sem lauk á dögunum. Þar urðu efstir og jafnir með 6 vinninga Björgvin Víglundsson og Ingvar Þór þar sem Björgvin varð ofar á stigum. Þorvarður F. Ólafsson varð þriðji með 5,5 vinning. Björgvin er aukinheldur Íslandsmeistari skákmanna 50 ára og eldri en Öðlingamótið var einnig Íslandsmót þess aldurshóps í ár.

IMG_9252