Hausthraðskákmótið á sunnudagskvöldið



Hausthraðskákmót T.R. verður haldið í Skákhöllinni, Faxafeni 12, n.k. sunnudagskvöld og hefjast leikar kl. 19.30.

Tefldar verða 2×7 umferðir, með 5 mínútna umhugsunartíma á skák, þ.e. menn tefla við hvern andstæðing bæði með hvítu og svörtu.

Að móti loknu verða veitt verðlaun fyrir hraðskákmótið og MP mótið – Haustmót T.R., sem mun ljúka n.k. föstudagskvöld.

Og hver nema Birna og Björn Þorfinnsson muni í sameiningu sjá um vöfflubaksturinn!