Hart barist í Bikarsyrpunni – Gunnar Erik leiðir



Soffía Berndsen og Tómas Möller leiða saman hesta sína.

Soffía Berndsen og Tómas Möller leiða saman hesta sína.

Ekkert var gefið eftir á degi tvö í Bikarsyrpunni þegar umferðir 2-4 fóru fram. Staða efstu keppenda er nú þannig að Gunnar Erik Guðmundsson (1350) leiðir með 3,5 vinning en skammt undan koma Benedikt Þórisson (1049), Magnús Hjaltason (1262) og Ingvar Wu Skarphéðinsson, allir með 3 vinninga. Ingvar skaut sér í toppbaráttuna eftir seiglusigur gegn Bjarti Þórissyni í fjórðu umferð þar sem hann varðist vel drottningu undir og náði að snúa tapaðri stöðu sér í vil.

Stórmeistarinn og skákkennarinn Helgi Ólafsson leit við og fer yfir málin með Önnu Katarinu Thoroddsen.

Stórmeistarinn og skákkennarinn Helgi Ólafsson leit við og fer hér yfir málin með Önnu Katarinu Thoroddsen.

Þrjár síðustu umferðirnar verða tefldar í dag sunnudag og hefst sú fimmta kl. 10. Þá mæstast á efstu borðum Gunnar og Magnús, Benedikt og Ingvar, sem og Ísak Orri Karlsson (1268) og Soffía Berndsen. Við hvetjum áhorfendur til að líta við og minnum á að handan gangsins í TR, í húsnæði Skáksambands Íslands, fer fram á sama tíma Íslandsmót kvenna.