Gunnar Finnsson var einn efstur á fimmtudagsmóti TR með 9,5 vinning úr 11 umferðum. Keppendur tefldu allir við alla (Round Robin) 7 mínútna skákir og var keppnin nokkuð jöfn allan tímann en úrslitin réðust ekki fyrr en í lokaumferðinni. TR-ingurinn Björgvin Kristbergsson var sýnd veiði en ekki gefin og sannaði hið fornkveðna; að menn vaða ekki í vélarnar!
Strax í fyrstu umferð byrjaði hann á því að „afgreiða“ Þóri með því að drepa kóng hans snemma í skákinni. Í annarri umferð fékk Björgvin Skottu en sigraði svo Finn Kr. Finnsson og Ólaf Kjaran Árnason í næstu tveimur umferðum. Í fimmtu umferð gerði hann jafntefli við Mikael L. Gunnlaugsson og var því kominn í fyrsta sætið með 4,5 vinning eftir 5 umferðir! Aldeilis frábær frammistaða hjá Björgvin sem ásamt Gunnari Finnssyni var afhentur gullpeningur fimmtudagsmótanna í viðurkenningarskyni í lok móts.
Lokastaðan:
1 Gunnar Finnsson, 9.5 47.5 56.5 56.0
2-3 Jón Gunnar Jónsson, 9 47.5 57.0 57.0
Þórir Benediktsson, 9 47.5 57.0 51.0
4 Kristján Örn Elíasson, 8.5 48.0 57.5 52.5
5 Jon Olav Fivelstad, 6.5 50.0 59.5 46.0
6-7 Björgvin Kristbergsson, 4.5 52.0 61.5 41.5
Ólafur Kjaran Árnason, 4.5 52.0 61.5 21.0
8-9 Dagur Kjartansson, 4 52.5 62.0 20.0
Mikael L. Gunnlaugsson, 4 52.5 62.0 17.0
10 Finnur Kr. Finnsson, 3.5 53.0 62.5 22.5
11 Pétur Axel Pétursson, 3 53.5 63.0 11.5
12 Skotta, 0 53.5 66.0 0.0