Gunnar Finnsson og Jon Olav Fivelstad urðu efstir og jafnir á fimmtudagsmóti Taflfélags Reykjavíkur sem fram fór í gærkvöld. Þeir hlutu 7,5 vinning úr 9 skákum en umhugsunartími keppenda var 7 mínútur. Gunnar var úrskurðaður sigurvegari þar sem hann reyndist hærri á Median-Buchholz stigum. Fast á hæla þeim komu þeir Kristján Örn með 7 vinninga og Helgi Brynjarsson með 6,5 vinning.
Lokastaðan:
1-2 Gunnar Finnsson, 7.5
Jon Olav Fivelstad, 7.5
3 Kristján Örn Elíasson, 7
4 Helgi Brynjarsson, 6.5
5 Ingi Tandri Traustason, 5.5
6-7 Brynjar Níelsson, 5
Þórir Benediktsson, 5
8-10 Ólafur Kjaran Árnason, 4
Andri Gíslason, 4
Finnur Kr. Finnson, 4
11 Pétur Axel Pétursson, 3
12 Sveinbjörn Sveinbjörnsson, 2
13 Árni Þór Lárusson, 1.5
14 Jón Áskell Þorbjarnarson, 0.5