Guðmundur Kjartansson úr T.R. varð í dag Norðurlandameistari í skólaskák í efsta flokki, en hann varð jafn alþjóðameistaranum Helga Ziska að vinningum, en vann á stigum, enda hafði hann unnið Helga í innbyrðis skák.
TRingar áttu tvo aðra fulltrúa. Daði Ómarsson varð í þriðja sæti í sínum flokki, en Friðrik Þjálfi Stefánsson varð í skiptu þriðja sæti í sínum flokki.
Allir stóðu strákarnir sig vel og óskar TR þeim til hamingju, og þá sérstaklega Guðmundi, með þennan glæsilega árangur.
Gummi nú!
Nánari upplýsingar um úrslit og lokastöðu má fá á Skák.is.