Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson heldur áfram för sinni um Katalóníuhérað og tekur nú þátt í opnu alþjóðlegu móti í Sabadell sem er skammt frá Barcelona. Fyrsta umferð fór fram í gær og sigraði Guðmundur stigalágan (2067) heimamann. Önnur umferð fer fram í dag og hefst kl. 15 en þá hefur Guðmundur svart gegn ungum alþjóðlegum meistara frá Venezuela, Jose Rafael Gascon (2268).
32 keppendur taka þátt í flokki Guðmundar, þar á meðal tveir stórmeistarar og níu alþjóðlegir meistarar. Stigahæstur keppenda er armenski stórmeistarinn Karen Movsziszian (2524) en Guðmundur er sjötti í stigaröðinni. Tefldar eru níu umferðir sem allar hefjast kl. 15 að íslenskum tíma.
- Chess-Results
- Heimasíða mótsins