Guðmundur Kjartansson (2388) gerði jafntefli í níundu umferð og sigraði í tíundu umferð First Saturday mótsins sem lauk í dag. Það þýðir að hann endar með 7,5 vinning af 10 og nær þar með síðasta áfanga sínum að alþjóðlega meistaratitlinum. Nú þarf Guðmundur einungis að ná 2400 stiga markinu til að verða útnefndur alþjóðlegur meistari.
Guðmundur varð efstur í sex manna lokuðum IM flokki með 7,5 vinning, 1,5 vinningi meira en næsti maður. Meðalstig flokksins voru 2281 og 7,5 vinning þurfti til að ná IM áfanga eins og fyrr segir.
Stjórn Taflfélags Reykjavíkur óskar Guðmundi til hamingju með áfangann en næsta mót hans verður í Lundúnum þar sem hann teflir í stórmeistaraflokki dagana 27. júní – 5. júlí.