Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson vann glæstan sigur á Íslandsmótinu í skák sem lauk á dögunum. Með sigrinum tryggði Guðmundur sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil og er hann sannarlega vel að honum kominn eftir mikla og góða ástundun að undanförnu. Guðmundur, sem var sjöundi í stigaröð keppenda, leiddi mótið nánast frá byrjun, tapaði ekkki skák og var með árangur sem samsvarar 2624 Elo-stigum. Þessi frammistaða tryggir Guðmundi sinn annan stórmeistaraáfanga og hækkun upp á 22 Elo-stig og hefur hann því hækkað um nærri 150 stig á síðustu þremur árum en á þeim hefur hann teflt u.þ.b. 400 kappskákir.
Guðmundur er sannarlega góð fyrirmynd skákmanna og er Taflfélag Reykjavíkur stolt af því að hafa hann sem liðsfélaga. Við óskum Guðmundi innilega til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn og sinn annan stórmeistaraáfanga.